is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11287

Titill: 
  • Einstaklingsrekstur og einyrkja. Það er einfalt að drýgja tekjurnar, eða hvað?
  • Titill er á ensku Sole proprietorship and self-employment, It is simple to increase one´s income, or is it?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samdrátturinn í íslensku þjóðfélagi eftir efnahagshrun 2008 er kveikjan að þessu verkefni. Vegna samdráttarins þurftu mörg fyrirtæki að glíma við verkefnaskort. Til að draga úr þörfinni fyrir uppsagnir gripu stjórnendur sumra þessara fyrirtækja til þess ráðs að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna og/eða lækka laun. Af því leiddi að margar fjölskyldur urðu skyndilega fyrir tekjumissi vegna verri verkefnastöðu vinnuveitenda sinna, þó þær hafi ekki glímt við beint atvinnuleysi.
    Í ritgerðinni skoða ég skattaumhverfi einstaklings sem vill drýgja heimilistekjurnar með einstaklingsrekstri eða einyrkju. Leitað verður svara við eftirfarandi spurningunum. Hver er muninn á tómstundastarfsemi og sjálfstæðum atvinnurekstri og hvaða lög og reglur gilda um reiknað endurgjald fyrir eigið vinnuframlag? Einnig skoða ég hvaða skattar og gjöld tilheyra sjálfstæðum atvinnurekstri og hvaða munur er á lögum um innheimtu og skil á mismunandi sköttum og gjöldum. Ennfremur er umfjöllun um vef RSK með tilliti til þess hversu auðvelt er að afla sér upplýsinga um þessi atriði.
    Niðurstaðan í lok verkefnisins er að það getur verið flókið fyrir einstakling að afla sér upplýsinga um hvernig á að standa rétt að sjálfstæðum rekstri. Löggjöfin er ekki alltaf nógu skýr þegar kemur að litlum einstaklingsrekstri og ákveðið misræmi er í viðmiðum þegar kemur að uppgjöri á sköttum og gjöldum. Heilt á litið er vefur RSK góður og þar má finna flestar þær upplýsingar sem þarf til að standa rétt að málum. Þó má gagnrýna hvað upplýsingarnar eru dreifðar á vefnum. Það er auðvelt að missa af mikilvægum upplýsingum ef einstaklingurinn veit ekki nákvæmlega að hverju á að leita.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður_Elfa_Steinsdóttir_BS.pdf425.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna