is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11288

Titill: 
  • Áhrif launakostnaðar á árangur í knattspyrnu. Rannsókn á ensku úrvalsdeildinni
  • Titill er á ensku The effects of salaries on success in football. Study of the English Premier League.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna áhrif launakostnaðar á árangur knattspyrnuliða í ensku úrvalsdeildinni. Fjallað er fræðilega um þau vandamál sem einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir þegar þau reyna að hámarka nytjaföll sín og hvernig er hægt að yfirfæra það yfir á knattspyrnufélög og knattspyrnuleikmenn. Komið er inn á hvaða forsendur liggja að baki þess að samband sé á milli launakostnaðar og árangurs og er þar meðal annars farið yfir rannsóknir á sambandi hæfileika og tekna í knattspyrnu. Empirísk rannsókn er gerð í lokin þar sem samband launakostnaðar og stigafjölda í ensku úrvalsdeildinni er skoðað. Líkt og búist var við er jákvætt samband þarna á milli og að auki er ályktað út frá gögnum rannsóknarinnar að lið neðarlega eða um miðja deild þurfi minni hækkun launakostnaðar til að hækka um sæti heldur en lið sem eru ofarlega í deildinni.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samband_launakostnadar_og_arangurs.pdf2.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna