is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11291

Titill: 
  • Áhrif miðlanotkunar á ofbeldis- og afbrotahegðun. Könnun meðal ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skoðaðar verða niðurstöður spurningalistakönnunar fyrir ungmenni í 9. og 10. bekk árið 1997 og 2006. Svarhlutfallið var 91% árið 1997 en 80,1% árið 2006. Notast var við 1157 manna úrtak úr listanum árið 1997, en alls svöruðu 3872 B listanum sem notast var við i þessari könnun. En árið 1997 var A og B listi, en alls svöruðu 7785 nemendur báðum listum. Fyrir árið 2006 þá var aðeins einn listi og honum svöruðu 7430 nemendur. Notast var við 1000 manna úrtak árið 2006, en mun á svarhlutfalli má rekja til þess að sumir skólar úti á landi vildu ekki taka þátt.
    Ofbeldi og afbrot hér á landi hafa áður verið skoðuð, en þessi rannsókn gengur út á að sjá hvort samband sé á milli þessarar frávikshegðunar og notkunar miðla ásamt öðrumfélagslegra þáttum. Einstaka sinnum kemur fram í fjölmiðlum að t.d. hryðjuverkamaður hafi horft mikið á ofbeldisfullar kvikmyndir eða spilað ofbeldisfulla tölvuleiki. Leitast er eftir að sjá hvort notkun miðla hefur svo sterk áhrif á hegðunina eða hvort aðrir félagslegir þættir hafa þessi áhrif.
    Marktækar niðurstöður sýna að notkun miðla árið 1997 hafi haft áhrif á ofbeldishegðun ungmenna. Því meiri notkun, því meiri líkur á að einstaklingur hafi beitt ofbeldi s.l. 12 mánuði. Ekki fundust marktækar niðurstöður þegar athuguð voru áhrif af notkun miðla á ofbeldishegðun árið 2006 né áhrif af notkun miðla á afbrotahegðun árið 1997 og 2006. Aðrir félagslegir þættir voru hinsvegar marktækir og hafa meiri áhrif á hvort að einstaklingur hafi beitt ofbeldi eða framið afbrot s.l. 12 mánuði.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón_Atli_Hermannsson_BA.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna