is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11293

Titill: 
  • Framleiðslustýring í landbúnaði. Áhrif á stærð og fjölda kúabúa
  • Titill er á ensku Production management in agriculture. Impacts on size and numbers of dairy farms
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verður fjallað um hagsmunasamtök bænda, framleiðslustýringu, lög og reglugerðir. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif greiðslumark og setning mjólkurkvóta hefur haft á bændur í mjólkurframleiðslu á Íslandi.
    Framleiðslustýrin í mjólkurframleiðslu var sett á hér á landi árið 1985. Þá hafði verið glímt við offramleiðslu í íslensku landbúnaði í nokkur ár. Ýmis hagsmunasamtök bænda hafa í gegnum árin haft áhrif og tekið þátt í að móta stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum.
    Árið 1985 var landinu skipt upp í búmarkssvæði og mjólkurkvóta úthlutað til bænda. Til að byrja með voru viðskipti með mjólkurkvóta óheimil en árið 1993 var þeim hömlum aflétt og viðskipti gefin frjáls. Í kjölfarið varð tilfærsla á mjólkurkvóta, bændur með lítil bú og fáar kýr seldu kvótann, en í stærri búum fjölgaði kúm og bættist við framleiðsluréttinn. Á sama tíma tókst bændum að auka meðalnyt kúa sinna og auka framleiðnina. Árið 2010 voru aftur settar hömlur á kvótaviðskipti og eru þau nú háð vissum skilyrðum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fridrika_asmundsdottir_BS.pdf408.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna