is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11297

Titill: 
  • Vandkvæði fasteignamarkaðarins. Er óhætt að reisa markaðinn við í óbreyttri mynd?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna hvort ráðlegt sé að endurreisa fasteignamarkaðinn á Íslandi í óbreyttri mynd frá fjármálahruni. Það var gert með því að gera grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn á fasteignamarkaðinum, m.ö.o. áhrif á verðbreytingar. Einnig var gerð grein fyrir þeirri verðbólu sem myndaðist á markaðinum fyrir fjármálahrunið í árslok 2008. Auk þess var skuldavandi þjóðarbúsins og heimila í landinu skoðaður og samhengi fasteignamarkaðarins við skuldavandræðunum. Helstu úrlausnir sem lagðar hafa verið til athugunar og sem hrint hefur verið í framkvæmd af hálfu stjórnvalda á skuldavandanum voru skoðaðar. Ásamt því voru helstu hagsmunaaðilum fasteignamarkaðarins gerð skil og aðkoma þeirra að markaðinum greind. Út frá þessum greiningum og umfjöllunum var leitast við að svara ofangreindri spurningu og einnig voru lagðar fram nýjar tillögur til úrbóta, einkum á skuldavandanum, og hugmyndir að fyrirbyggjandi aðgerðum.
    Helstu niðurstöður voru þær að það er margt sem mælir með því að taka kerfi fasteignamarkaðarins til endurskoðunar. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að við óbreytt ástand myndist aftur verðbóla á markaðinum sem og að ríkið þurfi að eyða miklu fjármagni til þess að halda kerfinu gangandi. Það sem helst þarf að taka til gagngerar endurskoðunar er lánakerfi markaðarins, því margt bendir til þess að við óbreytt lánakerfi muni flestar þær björgunarleiðir sem stjórnvöld hafa framkvæmt verða gagnslausar til lengri tíma litið. Erfitt getur einnig reynst að afnema gjaldeyrishöftin í landinu án þess að það hafi veruleg áhrif á eiginfjárstöðu fasteignaeigenda og því nauðsynlegt að kerfið sé með þeim hætti að það sé einhvers konar „mjúk lending“ fyrir fasteignaeigendur.
    Nokkrum tillögum er fleygt fram til lausnar á skuldavanda heimilanna sem og tillögur að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn verðbólumyndunum. Mælt er með því að lög og reglur verði hertar ásamt því að faglegri aðferðum verði beitt við virðismat fasteigna. Einnig er mælt fyrir frekari og aðgengilegri upplýsingaveitu um fasteignamarkaðinn fyrir tilvonandi kaupendur. Einnig ætti ríkið að hætta að beina almenningi út í fasteignakaup byggð á mikilli skuldsetningu. Ríkið ætti frekar að stuðla að sparnaði með því að efla leigumarkað og lögbinda sparnað til fasteignakaupa. Með því er hægt að lækka það háa veðsetningarhlutfall sem hefur átt stóran þátt í skuldavandræðum fólks og myndun verðbólunnar. Einnig er mælt fyrir því að Seðlabanki Íslands fái frekari heimild til þess að berjast við þenslu á markaðinum sem og þenslu í útlánum lánastofana. Enn fremur þarf að hafa skýrari aðgerðaráætlun („Plan B“) ef samskonar aðstæður og fjármálahrunið koma upp aftur.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Maron.pdf3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna