Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11308
Þrátt fyrir mikla þróun og úrbætur í vestrænum samfélögum tíðkast ójöfnuður sem skapar vandamál. Mikið hefur verið fjallað um ójöfnuð og þau áhrif sem hann getur haft á samfélög. Í þessari ritgerð er farið yfir skilgreiningar á hugtakinu ójöfnuður, fjallað um kenningar og sjónarhorn fræðimanna þ.e. Karl Marx um kapítalisma og hugmyndir hans um ójöfnuð, kenningar Max Weber um stéttaskiptinguna og hvernig hún tengist ójöfnuði. Því næst er fjallað um Alexis de Toqueville og jafnaðarhugmyndina. Skoðaðar eru mismunandi kenningar um ójöfnuð út frá sjónarhorni virkni- og átakakenninga, auk þess að skoða tengingu fátæktar við ójöfnuð. Í seinni hluta ritgerðarinnar er byrjað á því að fara yfir markaði í vestrænum samfélögum og helstu þætti sem sýna markaðsskipulag vestrænna þjóða. Síðan er farið yfir hnattvæðingu og ójöfnuð en hnattvæðing er talin hafa haft aukin áhrif á vaxandi ójöfnuð. Í lokin er farið yfir áhrif ójöfnuðar út frá skilgreiningum og félagslegum vandamálum sem stafa af honum. Skilgreiningum Richard Wilkinson um ójöfnuð og þau vandamál sem ójöfnuður er talinn skapa í samfélaginu eru gerð skil. Farið er yfir félagsleg vandamál eins og námsárangur og síðan verður farið yfir heilsuójöfnuð og einnig samfélagsleg áhrif ójöfnuðar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru, að þrátt fyrir hversu þróuð vestræn samfélög eru þá eru mörg félagsleg vandamál innan þeirra sem væri mögulega hægt að draga úr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Ójöfnuður í Vestrænum samfélögum Þróun og áhrif.pdf | 569 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |