Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/11310
Að vera metinn að verðleikum er tilfinning, sem óhætt er að gera ráð fyrir að flestir sækjast eftir. Hvað eru verðleikar? Íslensk orðabók (1993) segir að verðleikar lýsi því sem er verðskuldað. Verðskuldun samkvæmt sömu bók er annað orð yfir verðung og verðung lýsir því sem er ofar virði einhvers. Verðleika má þá kannski skilgreina sem viðbótarvirði einstaklings.
Efni þessarar ritgerðar er rannsókn á viðhorfi starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar til innleiðingar frammistöðumats í launakerfi borgarinnar.
Reykjavíkurborg er stærsti vinnuveitandi landsins að ríkinu undanskildu og stór hluti starfsmanna borgarinnar tekur laun samkvæmt starfsmati. Í síðustu kjarasamningum er bókun um innleiðingu hæfnismatskerfis sem ætlað er að meta hæfni og frammistöðu starfsmanna.
Markmið rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða væntingar hafa starfsmannastjórar til innleiðingar frammistöðumats í launakerfi borgarinnar?
Framkvæmd var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við þrjá starfsmanna-stjóra Reykjavíkurborgar.
Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að starfsmannastjórarnir hafa væntingar til þess að innleiðing frammistöðumats auki möguleika Reykjavíkurborgar til að halda hæfum starfsmönnum.
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er sóttur í fræðigreinar, rannsóknir og skrif um mannauðsstjórnun, frammistöðustjórnun og frammistöðumat.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ThorbjorgAtla_BS vidskfr_03052012.pdf | 872.91 kB | Open | Heildartexti | View/Open |