is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11312

Titill: 
  • V/h-hlutfall þriggja íslenskra banka í samanburði við v/h-hlutfall tíu erlendra banka á árunum 2003-2007
  • Titill er á ensku The P/E Ratio of three Icelandic banks compered to the P/E Ratio of ten foreign banks during the period from 2003 to 2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að bera íslensku bankana, Glitni, Landsbanka Íslands og Kaupþing saman við nokkra valda erlenda banka með tilliti til v/h-hlutfallsins. V/h-hlutfallið er skilgreint sem verð fyrirtækis deilt með hagnaði þess. Þegar verðmæti fyrirtækis, sem skráð er á hlutabréfamarkað, er borið saman við verðmæti sambærilegra fyrirtækja er algengt að bera saman v/h-hlutfall fyrirtækjanna. Hlutfallið segir til um hversu viljugir fjárfestar eru að borga fyrir hverja krónu í hagnað viðkomandi fyrirtækis. Farið verður aðeins í hversu góður mælikvarði v/h- hlutfall sé í raun og veru til að meta verðmæti fyrirtækis. Þá verður það rætt hvað hafa ber í huga þegar verðmæti fyrirtækja eru borin saman með tilliti til v/h-hlutfallsins.
    Spurningin sem sett er fram í ritgerðinni er hvert v/h-hlutfall íslensku bankanna þriggja Glitnis, Landsbankans og Kaupþings var árin 2003–2007 og í framhaldinu að bera íslensku bankana saman við 10 erlenda banka, það er Nordea Bank (Nordea), Danske Bank, Svenska Handelsbanken (SHB), DnB, Skandinaviska Enskilda Banken (SEB), Swedbank, The Royal Bank of Scotland Group (RBS Group), BNP Paribas, Deutsche Bank og Santander Group (Santander). Við val á viðmiðunarbönkum var ákveðið að bera íslensku bankana eingöngu saman við evrópska banka. Er það gert vegna þess hve lík starfsemi þeirra var árin fyrir hrun íslensku bankanna 2008. Til þess að finna v/h-hlutfallið voru ársreikningar bankanna skoðaðir frá árunum 2003–2007. Ef v/h-hlutfallið var ekki gefið í ársreikningi, þá var það fundið með því að taka hagnað á hlut úr ársreikningi bankans það árið og verð á hlut bankans sem fundið var á vefsvæðinu www.euroland.com síðasta viðskiptadag viðkomandi árs.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að meðaltal v/h-hlutfall íslensku bankanna var lægra en meðaltal þeirra erlendu árin 2003, 2004, 2005 og 2006. Árið 2007 var meðaltal þeirra íslensku þó hærra. Má velta því fyrir sér hvort árið 2007 hafi v/h-hlutfall íslensku bankanna verið ofmetið. Hugsanleg skýring á því gæti verið markaðsmisnotkun og/eða að ársreikningar þeirra hafi ekki gefið rétta mynd af stöðu íslensku bankanna árið fyrir hrun þeirra í október 2008, það er að segja hvorki skráð markaðsverð á bönkunum né afkoma þeirra samkvæmt ársreikningi hafi verið rétt.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snorri Gíslason.pdf845.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna