is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11313

Titill: 
  • Ástæður fyrir vali tannlækna og tannsmiða á tannplantakerfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er til B.Sc. gráðu í tannsmíði við heilbrigðisvísindadeild Háskóla Íslands í apríl 2012. Framkvæmd var rannsókn varðandi val íslenskra tannlækna og tannsmiða á tannplantakerfum og hvaða þættir eru þess valdandi að eitt tannplantakerfi er valið umfram annað. Athugað var meðal annars hvort munur væri á áhrifaþáttum milli tannlækna og tannsmiða og hvaða þættir réðu úrslitum um, að eitt tannplantakerfi væri valið umfram annað. Einnig hvort munur væri á, hvort sérfræðingar eða almennir tannlæknar setji niður tannplantann og eins hvaða tannplantakerfi þeir veldu sér helst.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var sendur rafrænt til þátttakenda sem voru félagar í Tannlæknafélagi Íslands og Tannsmiðafélagi Íslands sem höfðu skráð netföng hjá félögunum. Úrtakið var sjálfvalið þar sem þátttakendur völdu sig sjálfir með því að svara könnuninni en tekið var fram að engum væri það skylt.
    Helstu niðurstöður eru þær að Straumann tannplantakerfið ber af hvað varðar fjölda þeirra sem kjósa helst að nota það tannplantakerfi. Einnig er mikill meirihluti tannlækna sem notar alltaf íhluti frá upprunalegum framleiðanda í stað þess að nota eftirlíkingar.
    Við val á tannplöntum var það afgerandi niðurstaða hvað varðar tannlækna að klínísk reynsla og klínískar rannsóknir væru þeir þættir sem réðu hvað mestu um val þeirra, en aðgengi að vörunni og úrval kom þar á eftir. Athyglisvert þótti að verð virtist ekki vera eins stór þáttur í vali þeirra á tannplöntum og mætti halda.
    Tannlæknar og tannsmiðir voru spurðir um hvaða grunnefni þeir vildu helst nota fyrir postulíns krónur eða postulíns brýr á framtanna-, forjaxla-, og jaxlasvæði. Zirkon var vinsælast meðal bæði tannlækna og tannsmiða en postulíns málmur var einnig mikið valinn og var hann vinsælli á jaxlasvæði heldur en á framtannasvæði öfugt við zirkon.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is for a B.Sc. degree in Dental Technology at the University of Iceland in April 2012. A research was performed on what implant systems the Icelandic dental profession and the dental technicians would prefer and for what reason. It was examined, as well, if there was a difference in preferences between dentists and dental technicians, why was one implant system more popular than another, whether it were mostly specialists rather than general dentist that inserted the implants and which implant system was the most popular.
    A quantitative numerical study was conducted in which questionnaires were sent electronically to all participants. All members of the Icelandic Dentist Association and the Icelandic Dental Technician Association who had registered e-mail addresses, received the questioner so the sample was self-selected as the participants selected themselves by responding to the survey.
    The main results are that the Straumann implant system is the most popular one. Also there is a great majority of dentists that always uses parts from the original manufacturer instead of using third party parts.
    Clinical experience and clinical researches are the number one factors among dentists followed by access to the product and product range. It was a surprise that the cost of the products was not as big a factor as one would think.
    Dentists and dental technicians were asked which material they would like to use for ceramic crowns or ceramic bridges in the anterior-, premolar-, and molar regions. Zirkonium was the most popular choice among both dentists and dental technicians but porcelain fused metal was also widely preferred and was, unlike Zirkonium, more popular in the molar region than in the anterior region.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástæður fyrir vali tannlækna og tannsmiða á tannplantakerfum..pdf813.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna