is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11317

Titill: 
  • Myntkörfulán á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá byrjun aldamóta fram að efnahagshruni 2008 voru svokölluð myntkörfulán algeng lánsfjármögnun á Íslandi. Með myntkörfuláni var hægt að fá lán þar sem að höfuðstóll og afborganir voru tengdar við myntkörfu erlendra gjaldmiðla. Viðskiptabankanir buðu upp á hagkvæmar samsetningar á lánunum með tilliti til vaxta og var áhættu lánanna dreift með því að hafa gjaldmiðla í körfunni sem höfðu litla fylgni út frá sögulegum gögnum.
    Á þessum tíma var aðallega ein önnur tegund lánsfjármögnunar í boði á Íslandi, verðtryggð lán. Greiningardeildir viðskiptabankanna sýndu fram á það að það væri margt sem benti til þess að myntkörfulánin væru hagkvæmari kostur en verðtryggðu lánin. Myntkörfulánin urðu í kjölfarið mjög eftirsóknarverð og jókst eftirspurn eftir þeim gríðarlega í uppsveiflunni.
    Í kjölfar efnahagshruns féll gengi íslensku krónunnar og höfuðstóll lánanna og afborganir hækkuðu upp úr öllu sem leiddi til þess að langflestir lántakendur áttu í greiðsluerfiðleikum með lán sín. Einhverjir lánasamningar hafa verið dæmdir ólögmætir vegna orðalags í samningsákvæðum og bendir flest til þess að meirihluti þessara lánasamninga verði einnig dæmir ólögmætir.
    Í ritgerðinni eru helstu áhrifaþættir forsenda lánanna skoðaðir og bendir margt til þess að sá mikli fjöldi sem tók myntkörfulán hafi einfaldlega ekki gert sér grein fyrir áhættunni sem fylgdi lánunum. Mikið ójafnvægi var í íslenska hagkerfinu og margt sem gaf til kynna að ástandið myndi ekki viðhaldast. Margir lánasamningar voru gerðir í mikilli fljótfærni, enda flestir ólögmætir, og lítið mat gert á endurgreiðslugetu lántakenda. Helsti hvati bankanna til að veita lánin í jafnmiklu magni og raun ber vitni virðist samkvæmt þeim upplýsingum sem lagðar eru til grundvallar í þessari ritgerð, hafa verið sá að minnka eigin gengisáhættu en þar sem að flestir lántakenda voru með tekjur í íslenskum krónum var sú áhætta í raun og veru skuldaraáhætta.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð_ÁslaugG.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna