is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1132

Titill: 
 • Konur í frumkvöðlastarfsemi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • þessu verkefni, sem fjallar um frumkvöðla, er sérstaklega fengist við að
  skoða konur í frumkvöðlastarfsemi. Gerð er könnun meðal kvenna sem
  sótt hafa námskeiðið Brautargengi hjá Impru. Tilgangur könnunarinnar
  er að athuga hvort einhver munur sé á hugmyndum kvenna til
  atvinnurekstrar og á menntun þeirra, á landsbyggðinni annarsvegar og á
  höfuðborgarsvæðinu hinsvegar.
  Í fyrsta kafla er farið stutt yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði með því að
  skoða mun á launum kynjanna og kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum
  fyrirtækja. Í öðrum kafla er fjallað um skilgreiningu á hugtakinu
  frumkvöðull og hver helstu einkenni frumkvöðla eru. Farið er yfir helstu
  niðurstöður um íslenska frumkvöðlastarfsemi á árinu 2006, sem teknar
  eru saman í alþjóðlegri samanburðarskýrslu og fjallað um það sem helst
  einkennir íslenskar konur í frumkvöðlastarfsemi. Farið er yfir þann
  stuðning sem konum býðst sérstaklega fram yfir karla, ef þær eru í eða
  að hefja atvinnustarfsemi og eitt af því er námskeiðið Brautargengi, sem
  Impra heldur fyrir konur. Fjallað er um námskeiðið og það sem þar fer
  fram. Í kafla 6 er leitast við að skýra markmið og tilgang könnunarinnar
  sem náði til úrtaks kvenna sem sótt höfðu Brautargengi á árunum 2003-
  2006. Helstu niðurstöður eru þær að ekki er munur á hugmyndum
  kvenna til atvinnurekstrar sama hvar þær eru á landinu. Flestar eru
  konurnar að reka mjög fámenn fyrirtæki sem þær eiga einar. Almennt
  eru konurnar mjög ánægðar með námskeiðið og telja að það komi sér vel
  að hafa setið það. Það er hinsvegar munur á menntun þeirra kvenna sem
  sækja námskeiðið frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Fleiri
  konur á höfuðborgarsvæðinu hafa háskólamenntun og mun hærra
  hlutfall landsbyggðarkvenna hefur einungis gagnfræðarpróf.
  Lykilorð: Konur, Brautargengi, frumkvöðlar, menntun,
  frumkvöðlastuðningur

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið frá og með 30. maí 2012
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1132


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ks_lokaritgerd_2.pdf1.8 MBOpinnKonur - heildPDFSkoða/Opna