is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11321

Titill: 
  • Hvernig nýtist menntun, þekking og færni náms- og starfsráðgjafa ráðþegum í starfsendurhæfingu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umræður um bætta stöðu öryrkja hefur farið ört vaxandi og í meira mæli er lögð áhersla á þátttöku þeirra í samfélaginu. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hvernig menntun, þekking og færni náms- og starfsráðgjafa í starfsendurhæfingarráðgjöf nýtist ráðþegum. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraferðir, með þeim er hægt að öðlast skilning á samfélagslegum fyrirbærum og hvaða merkingu þau hafa á einstaklinga. Notast var við hálfopin einstaklingsviðtöl. Áhersla var lögð á að fá fram ólík sjónarhorn. Fengin voru álit menntaðra náms- og starfaráðgjafa sem starfa við starfsendurhæfingarráðgjöf, ráðþega sem hafa þegið þjónustu þeirra og stjórnenda á stofnunum sem huga að starfsendurhæfingu og hafa menntaða náms- og starfsráðgjafa í starfi sem starfsendurhæfingarráðgjafa. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ráðgjafarnir hjálpi ráðþegum við að byggja upp sjálfsmynd sína og möguleika til lífs og starfs um komandi ár með aukin lífsgæði að markmiði. Ennfremur benda niðurstöðurnar til þess að menntun, færni og þekking náms- og starfsráðgjafanna sem starfa við ráðgjöf í starfsendurhæfingu nýtist ráðþegum að mati þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því að náms- og starfsráðgjafar eiga fullt erindi í að starfa sem ráðgjafar í starfsendurhæfingu og aðstoða einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu að vera virkir þáttakendur í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Salvör Kristjánsdóttir_MA-ritgerð.pdf340.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna