is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11322

Titill: 
 • Hvernig birtist álag í starfi starfsfólks Íslandsbanka og hvernig er því mætt
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig álag birtist starfsfólki Íslandsbanka og hvernig því er mætt. Áherslan er að skoða álag út frá skipulagi Íslandsbanka og reyna að varpa ljósi á hvort skipulag geti sagt fyrir um álag.
  Fræðilegi kaflinn fjallar um skipulag fyrirtækja og er byrjað að rannsaka stjórnun því það er æðsti stjórnandinn sem leggur línurnar í skipulagi fyrirtækisins og millistjórnandinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki. Því næst er vinnuálag skoðað og áhrif þess á starfsmenn. Farið er sérstaklega yfir hönnunaráskoranir stjórnskipulags og það tengt við vinnuskipulag, vinnumenningu og árangur og frammistöðu.
  Tekin voru 11 viðtöl við stjórnendur mismunandi deilda Íslandsbanka og var þýðið valið út frá vinnuálagsspurningu úr vinnustaðagreiningu Íslandsbanka 2010. Markmiðið var að fræðast um tengingu álags og skipulags í deildum stjórnendanna. Einnig voru sendir út spurningalistar til allra starfsmanna deildanna til þess að fá enn dýpri og mælanlegri upplýsingar um stöðu stjórn- og vinnuskipulags innan deildanna.

  Niðurstöður eru þær að helstu einkenni álags eru margar vinnustundir og að skilin milli vinnu og einkalífs eru óljós. Stjórnendur voru ekki að mæta þeim vanda á markvissan og samhæfðan hátt og þær ráðstafanir sem stjórnendur notuðu til að bregðast við voru misjafnar, ekki nægilega áhrifaríkar og ekki alltaf sanngjarnar. Niðurstöður benda til þess að val á skipulagi hafi áhrif á vinnuálag þar sem álag er minna í stjórnskipulag sem ber einkenni vélræns skipulags. Hluti vandans er sá að starfsmenn búa við misjöfn kjör þar sem hæfni og áhugi hvers stjórnanda ræður of miklu í því hvernig þeirra starfsmenn eru samhæfðir og hvattir í átt að settum markmiðum.

  Rannsakandi varpar fram kenningu í lok rannsóknar og er hlutverk hennar að lýsa vörnum starfsmanna gegn ógnum eins og vinnuálagi.

Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc Stefán Þór Björnsson - OneSided.pdf3.88 MBLokaður til...31.05.2132HeildartextiPDF
MSc Stefán Þór Björnsson - TwoSided.pdf3.9 MBLokaður til...31.05.2132HeildartextiPDF

Athugsemd: Skráin OneSided er fyrir prentun öðru megin. Skráin TwoSided er fyrir prentun beggja vegna.