Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11323
Vöxtur beinna erlendra fjárfestinga hefur verið gífurlegur síðastliðin 40 ár um allan heim. Aukin alþjóðavæðing hefur ýtt undir þennan vöxt. Mörg lönd hafa notið góðs af auknum beinum erlendum fjárfestingum og því hafa önnur lönd kynnt fjárfestingaumhverfi sín í meira mæli í von um að auka fjárfestingar hjá sér. Kynningarstarfið fer fram í gegnum fjárfestingastofur sem hafa fjölgað verulega frá 1980 þar sem mikilvægi þeirra verður sífellt ljósara. Fyrsta almenna rannsóknin á starfsemi þeirra var gerð 1990 af Wells og Wint en síðan þá hafa margar rannsóknir verið gerðar sem byggja á rannsókn þeirra. Fjárfestingastofa Íslands var stofnuð 1995 þegar talið var þörf á að draga að fleiri beinar erlendar fjárfestingar.
Þessi rannsókn fjallar um beinnrar erlendar fjárfestingar á Íslandi og það markaðsstarf sem Fjárfestingastofa Íslands, nú fjárfestingasvið Íslandsstofu (FSÍ), vinnur til kynna landið fyrir erlendum fjárfestum. Rannsóknin mun leitast við að útskýra hvernig Íslandsstofa beitir aðferðum markaðsfræðinnar til að kynna landið fyrir hugsanlegum fjárfestum. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri aðferðafræði þar sem viðtal var tekið við alla starfsmenn stofnunarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að FSÍ telur að fjárfestingaumhverfið á Íslandi styðji best við orkufrekar og landfrekar atvinnugreinar. Það sem einkennir markaðsstarfið er að það er stefnulaust. Stofnuninni er gert að endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar sem er ekki til staðar. Í staðinn greinir stofnunin umhverfið og nálgast fjárfesta sem myndu hagnast best af því umhverfi. Stofnunin sækir ráðstefnur til að komast í nálægð við fjárfesta og koma á fundi til að kynna fjárfestingatækifærin á Íslandi. Eftirvinnan miðast að því að viðhalda eða auka áhuga fjárfesta með tölvupósti og skipuleggja heimsóknir til Íslands. Starfsemi FSÍ minnir því frekar á sölustarf frekar en markaðsstarf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvernig er markaðsstarfi fjárfestingasviðs Íslandsstofu háttað.pdf | 837,22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |