is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11326

Titill: 
 • Fjármálalæsi og fjárhagsleg velgengni: eru tengsl þar á milli?
 • Titill er á ensku Financial literacy and financial well-being: Is there a relationship between the two?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kannað var hvort tengsl væru á milli fjármálalæsis og fjárhagslegrar velgengni. Rannsókn var famkvæmd í apríl 2012 þar sem spurningakönnun var send á alla nemendur Háskóla Íslands og fengust 530 svör.
  Byrjað var á að fara yfir helstu skilgreiningar á fjármálalæsi og þær víddir sem eru til grundvallar. Vitundarvakning hefur átt sér stað í ríkjum heims á þessu sviði undanfarin ár og verður litið á þá þróun. Þá voru skoðaðar helstu rannsóknir á fjármálalæsi og þróunin er helst sú að vægi á fjárhagslega hegðun hefur aukist sem áhrifaþáttur á fjármálalæsi. Niðurstöður þeirra bentu helst til þess að fjármálalæsi mælist almennt lítið og sérstaklega hjá tekjulágum, ómenntuðum, á heimilum þar sem margir búa og hjá konum.
  Farið var yfir skilgreiningar á fjárhagslegri velgengni og litið á ólíkar aðferðir við mælingar, sem eru annars vegar huglægar og hins vegar hlutlægar. Rannsóknir voru skoðaðar og kom í ljós að yngri einstaklingar eru líklegri til að standa verr fjárhagslega en þeir eldri.
  Stuðst var við spurningalista OECD unnin af Atkinson og Messy (2011) við að mæla fjármálalæsi og spurningalista úr Lífskjararannsókn (SICL) Hagstofu Íslands (2011) við mælingu á fjárhagslegri velgengni. Reiknuð var einkunn fyrir hvorn þátt fyrir sig og reiknað út meðaltal. Þá var reiknuð fylgni milli fjármálalæsis og fjárhagslegrar velgengni og eru helstu niðurstöður þær að fylgni mælist mjög lítil milli þessara tveggja þátta.

Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Heiðar.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna