is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11327

Titill: 
  • Róma. Etnísk skilgreining og sköpun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er eftirfarandi rannsóknarspurning: Hvernig er Róma etnernið skilgreint; hvernig er það skapað og hvernig er því viðhaldið af fræðimönnum og pólitískum samtökum?
    Ritgerðin mun skiptast í fjóra hluta, fyrsti hluti mun fara yfir fræðilega umræðu um hugakið etnerni (ethnicity), hugmyndir um eðli þess og tilgang. Stuðst verður helst við kenningar mannfræðinganna Thomas Hylland Eriksen og Fredrik Barth. Annar hluti mun fjalla um þá þrjá þætti sem fræðimenn nefna iðulega sem sköpunarþætti etnernis, menningu, uppruna og tungumál. Þriðji hluti mun fjalla um Róma hópinn, hverjir eru álitnir Róma og hvernig Róma etnernið er skapað. Róma eternið er umdeilanlegt af ýmsum ástæðum en einna helst vegna fjölbreytileika hópsins en áðurnefndir þrír þættir eru jafnframt taldir vera grundvöllur Róma hópsins. Byggt verður einna helst á verkum David Mayall, Judith Okely, Aspasia Theodosiou og fleiri. Fjórði hluti mun þá fjalla um hvernig Alþjóðlegu Róma Samtökin (International Romani Union) skilgreina Róma. Stuðst verður við stefnuskrá samtakanna og hún greind með tilliti til þáttanna þriggja, menningar, uppruna og tungumáls. Af þeirri umfjöllun má sjá að pólitísk samtök endurskapa Róma etnernið út frá viðhorfum utanaðkomandi aðila til þess að bæta félagslegar aðstæður þeirra sem skilgreindir eru sem Róma.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Róma - Etnísk skilgreining og sköpun.pdf500.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna