Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11329
Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig starfsmenn sem sendir eru til útlanda af íslenskum fyrirtækjum sem starfa á alþjóðlegum vettvangi eru valdir og undirbúnir fyrir langtíma verkefni erlendis.
Þessi verkefni enda allt of oft án árangurs sem leiðir til vandamála bæði fyrir viðkomandi starfsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá. Mismunandi fræðimenn hafa sýnt fram á tengsl milli vals, undirbúnings og velgengni í alþjóðlegum verkefnum en fyrirtækjum tekst að vannýta þessa þekkingu og senda starfsmenn sína erlendis án þess að velja og undirbúa þá á viðeigandi hátt.
Eigindleg aðferð var notuð við eftirfarandi rannsókn. Það voru níu viðtöl tekin við fjögur fyrirtæki: fjögur af þeim við mannauðsstjóra og fimm við starfsmenn sem allir hafa á einhverjum tímapunkti verið sendir til útlanda af fyrirtæki sínu í langtíma verkefni. Niðurstöður hafa sýnt fram á að fyrirtæki sem tókuþátt í rannsókninni eru ekki með nein sérstök ferli fyrir vali og undirbúningi útsendra starfsmanna. Starfshættir sem voru þróaðir á sviðinu eru ekki notaðir á réttan hátt sem er yfirleitt útskýrt með smæð Íslands og að of fáir starfsmenn séu sendir út sem útsendir starfsmenn.
The purpose of this research is to show how expatriates in Icelandic international companies are being selected and prepared for international assignments. Too often those assignments end without success followed by problems both for expatriates and companies. Different reserchers have shown connection between selection process, preparation and success in international assignments. Still companies manage to ignore this knowlege and send expatriats abroad without proper selection and preparation.
Qualitative method was used in the following research. There were nine interviews taken at four companies: four of them with human resource managers and five with employees which all at some point of time have been sent by their companies abroad as expatriates. Results of the research have shown that companies which participated in the research do not have any spesific process for expatriate’s selection and preparation. Best practices of the field are not used properly which is usually explaned by the size of Iceland and too few employees that are being sent on foreigner assingments.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS-ritgerð Irina S. Ogurtsova.pdf | 447.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |