en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11330

Title: 
  • Title is in Icelandic „kíkja í ruslið.“ Af rusli og ruslurum í kapítalísku samfélagi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn er fjallað um „ruslara“ og möguleika á pólitísku andófi í samtímanum. „Ruslarar“ er samheiti yfir fólk sem sækja sér mat ofan í ruslagáma verslana og stórmarkaða. Rannsóknin byggir mestmegnis á viðtölum við einstaklinga sem rusla og gerð er grein fyrir hvaða hlutverki ruslunin leikur varðandi mótun sjálfsmyndar og sem pólitísk og félagsleg athöfn. Í ruslaferðum kynnist fólk sem deilir pólitískum skoðunum og ávöxtum en gámarnir mynda ramma utan um hið félagslega tengslanet ruslaranna og eru mikilvægur þáttur í sjálfsmyndarsköpun hópsins. Athöfnin að rusla dregur samfélagsleg viðmið fram í dagsljósið en hugmyndir um hreinlæti skilgreina hið æskilega frá hinu óæskilega. Flestum klígjar við tilhugsunina um að sækja sér mat í gáma og ruslarar stríða þannig oft gegn almennu velsæmi. Rusl tilheyrir hinu óæskilega en með því að grafa eftir gersemum í gámunum er firring kapítalismans afhjúpuð og að rusla verður liður í því að draga úr skaðlegum áhrifum hans. Inn í rannsóknina blandast síðan tímabil uppgjafar gagnvart kerfinu, nauðsyn þess að borða, og von um að hægt sé að breyta heiminum. Að rusla birtir þannig möguleika og takmarkanir þess að fara sínar eigin leiðir innan kapítalísks samfélags og komast hugsanlega einu skrefi nær því að lifa frjáls frá kúgun þess.

Accepted: 
  • May 3, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11330


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
„kíkja í ruslið“_AA.pdf632.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open