is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11332

Titill: 
  • Áhugi og starfsferilþróun nema í grunnnámi Lögregluskóla ríkisins og væntingar til starfs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að fá að kynnast upplifun, reynslu og áhuga nema í grunnnámi við Lögregluskóla ríkisins. Einnig var markmið að öðlast skilning á einkennum starfsferilþróunar nemenda, sem og að fá að kynnast væntingum þeirra til lögreglustarfsins og eigin hegðunar í starfi. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á árunum 2011-2012. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 20 talsins eða heill árgangur í grunnnámi við Lögregluskólann. Nemendum var fylgt eftir í gegnum námið og alls voru tekin þrjú viðtöl við hvern og einn, sem skapaði tækifæri til að meta þróun starfsferils á meðan á námi stóð en á því byggir nýnæmi rannsóknarinnar. Auk þess hefur ekki áður verið framkvæmd rannsókn sem þessi meðal lögreglunema innan Lögregluskóla ríkisins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til mikils áhuga nema á lögreglustarfinu sem hafði í flestum tilfellum verið til staðar í langan tíma en greina mátti áhrif hvatningar og fyrirmynda á áhugann. Starfsferilþróun margra fól í sér ferli starfa, náms eða þjálfunar og áhuga sem lagði grunn að starfsferli innan lögreglunnar. Auk þess hafði tæplega helmingur hópsins öðlast reynslu af lögreglustörfum áður en þau hófu nám. Áhugi nemenda í garð lögreglustarfsins var afgerandi og styrktist á meðan á náminu stóð. Væntingar þeirra stóðu til þess að geta starfað við löggæslu í framtíðinni. Það eina sem skyggði á framtíðarsýn viðmælenda var skortur á starfsöryggi við lok náms, en þegar síðustu viðtölin fóru fram höfðu aðeins 2 nemendur af 20 fengið störf við löggæslu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Inga Guðrún.pdf582.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna