is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11339

Titill: 
  • Tengsl árangurs í vöruþróun og samþættingar á milli markaðsdeildar og annarra deilda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hluti af nýsköpun fyrirtækja felst í vöruþróun. Árangur í vöruþróun hefur gífurleg áhrif á vöxt og viðgang fyrirtækja sem skýrir sífellt aukna áherslu á hana. Mikilvægt er að fyrirtæki viti hvaða þættir ýta undir árangur þeirra í vöruþróun. Af þeim fjórum atriðum sem fram koma í frammistöðudemanti sem settur hefur verið fram, hefur formlegt vöruþróunarferli mest áhrif á árangur. Ólíkar deildir koma að vöruþróun í fyrirtækjum og sýna margar erlendar rannsóknir að samþætting á milli þeirra skili góðum árangri. Hvar vara/þjónusta er stödd í vöruþróunarferlinu og hlutverk deildar á hverjum tíma í ferlinu hefur áhrif á, hve mikil áhrif samþætting á milli deilda hefur á árangur í vöruþróun. Fræðimenn hafa deilt um hvað felst í samþættingu á milli deilda, hvort það séu samskipti eða samvinna, eða hvorutveggja. Sýnt hefur verið fram á að samvinna á milli deilda hafi meiri áhrif á samþættinguna en samskipti, en að þörf sé á jafnvægi til að árangur náist í vöruþróun.
    Rannsókn var því gerð til að afla frumgagna um samþættingu í vöruþróun á milli markaðsdeildar og annarra deilda sem koma að henni og árangurs. Tilgangur hennar var að komast að því, hvort tengsl séu á milli árangurs og samþættingar í vöruþróun á milli markaðsdeildar og annarra deilda sem koma að vöruþróun í íslenskum fyrirtækjum. Gerð var megindleg rannsókn og var þýði hennar öll lítil, meðalstór og stór íslensk fyrirtæki. Spurningalisti var sendur til markaðsstjóra og/eða þeirra sem gegna störfum þeirra.
    Helstu niðurstöður voru að tengsl voru á milli árangurs í vöruþróun og samþættingar á milli markaðsdeildar og annarra deilda sem koma að vöruþróun í íslenskum fyrirtækjum. Um þriðjung árangurs var hægt að skýra með samþættingu á milli deilda. Það að deildir deili sömu framtíðarsýn og fyrirtækið, hafði mestan skýringarmátt á frammistöðu fyrirtækja í vöruþróun og vörustjórnun og var jafnframt eina marktæka breytan.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl árangurs í vöruþróun og samþættingar á milli markaðsdeildar og annarra deilda.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna