is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11341

Titill: 
  • Kauphöll Íslands: Á tímamótum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kauphöll Íslands á rætur sínar að rekja til Verðbréfaþings Íslands sem var stofnað árið 1985. Úrvalsvísitalan og veltan á mörkuðum Kauphallarinnar óx nokkuð jafnt og þétt, þó með nokkrum dýfum, fram til ársins 2008. Við fall bankanna haustið 2008 varð algert hrun á mörkuðum Kauphallarinnar og þurrkuðust nánast öll verðmæti á hlutabréfamarkaði út. Staðan í dag er sú að það eru fá félög eftir á hlutabréfamarkaði og lítil umsvif á honum. Ágætis velta er þó á skuldabréfamarkaði, sem nýtur góðs af að ríkið sækir fjármögnun sína þangað í auknum mæli. Markaðurinn með fyrirtækjaskuldabréf er hins vegar ekki svipur hjá sjón. Ýmislegt misjafnt hefur komið í ljós við rannsóknir á félögum sem voru skráð á markaði fyrir hrun og eru sterkar grunsemdir um að markaðsmisnotkun hafi verið útbreidd.
    Nú eru fyrstu merkin komin fram um að markaðurinn sé að taka við sér og fyrsta fyrirtækið eftir hrun hefur verið skráð á markað. Óformleg könnun sem höfundur framkvæmdi leiðir í ljós að hluti íslenskra fyrirtækja hyggur á skráningu og nokkur félög hafa staðfest við Kauphöllina að þau séu á leiðinni. Könnunin leiðir einnig í ljós að Kauphöllin sjálf nýtur ágætis trausts, en eftirlitsaðilarnir sem eiga að hafa eftirlit með skráðum fyrirtækjum njóta hins vegar lítils trausts. Til þess að endurreisa verðbréfamarkaði er mikilvægt að endurvekja traust á eftirlitsaðilum. Bæði á þeim opinberu stofnunum sem sinna eftirlitshlutverki og ekki síður endurskoðendum, því sumar áritanir þeirra á árunum fyrir hrun voru vafasamar.
    Þá hafa ýmsar aðgerðir stjórnvalda á undanförnum misserum ekki verið til þess fallnar að auka fjárfestingavilja, sem er þvert á það sem Kauphöllin og samfélagið í heild þarf á að halda. Gjaldeyrishöftin eru einnig skaðleg fyrir Kauphöllina og mikilvægt fyrir verðbréfamarkaði að þau verði afnumin sem fyrst.
    Niðurstaðan er að endurreisn Kauphallarinnar sé ekki bara æskileg, heldur bráðnauðsynleg fyrir íslenskt samfélag. Mikilvægt er þó að fara sér engu óðslega, draga þarf lærdóm af þeim mistökum sem hafa verið gerð og byggja hægt og rólega upp traust að nýju.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kauphöll Íslands JKR.pdf598,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna