is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11349

Titill: 
 • Sitja námsmenn allir við sama borð? Námsástundun og prófvenjur viðskiptafræðinema
 • Titill er á ensku Do some students have an unfair advantage?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skyggnast inn í hugarheim nemenda viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sjá hvernig þeir haga námi sínu og hvernig þeir skynja prófumhverfi sitt. Einnig er leitast við að fá þeirra álit á náminu og núverandi prófskipulagi. Lagt var af stað með eftirfarandi rannsóknarspurningar:
  Endurnýta kennarar viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands of margar prófspurningar ?
  Hvernig haga námsmenn viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands námi sínu og próf undirbúningi ?
  Fyrst voru skoðaðar sambærilegar erlendar rannsóknir og rit. Þá var lagður fyrir spurningalisti með 36 spurningum sem ætlaður var að svara rannsóknarspurningunum. Telst sú aðferð til megindlegra rannsóknaraðferða.
  Helstu niðurstöður voru að 99% námsmanna könnuðust við að hafa séð gamlar prófspurningar endurnýttar á prófi og 95% höfðu séð gamlar prófspurningar sem búið var að breyta lítillega. Námsmenn voru ekki á einu máli um hvort allir hefðu jafnan aðgang að gömlum prófum og úrlausnum gamalla verkefna. Þá höfðu 87,1% námsmanna nýtt sér gömul próf sem ekki eru öllum aðgengileg á Uglu, innraneti háskólans, með góðum árangri að miklu eða einhverju leyti.
  Einnig kom í ljós að námsmenn sóttu fyrirlestra og dæmatíma vel enda þyki þeim það mikilvægasti partur námsins og samræmist það vel öðrum rannsóknum á efninu. Annað sem kom í ljós var að nemendur lærðu almennt lítið yfir hverja önn, unnu flestir með skóla og tóku svo stórar prófatarnir þar sem stúdering gamalla prófa spilar stórt hlutverk. Námsmenn höfðu flestir nýtt sér að fara í prófbúðir og töldu þær hafa skilað sér góðum árangri. Jafnframt var stærsti hluti námsmanna ánægður með núverandi próf fyrirkomulag en taldi að þó að því væri breytt myndi það hafa lítil eða engin áhrif á gengi sitt í skólanum.

Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur_Viðar_Alfreðsson_BS.pdf769.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna