en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11350

Title: 
  • is Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Fjárhættuspil hafa vafalaust verið hlutur af samfélaginu svo öldum skiptir. Með aukinni tækni og samþættingu samfélaga hafa fjárhættuspil tekið á sig nýja mynd. Í dag eru fjárhættuspil hverskonar orðin að iðnaði sem veltir milljörðum daglega og aðgengi fólks að fjárhættuspilum hefur stóraukist, sérstaklega eftir tilkomu internetsins. Á þetta sérstaklega við um póker. Á meðan þátttaka í hefðbundnum fjárhættuspilum hefur verið að dragast saman hefur póker verið að sækja í sig veðrið. Í þessari ritgerð er rannsökuð afstaða íslenskra pókerspilara um almennt viðhorf til Pókers hér á landi og hugmyndir þeirra um frávik og spilafíkn. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem fjórir íslenskir atvinnumenn í póker voru teknir í viðtal og spurðir út í hugmyndir sínar um málefni tengd atvinnu þeirra. Áhersla var lögð á viðbrögð þeirra við almennu áliti á fjárhættuspilum og fjárhættuspilurum, sérstaklega póker. Niðurstöðurnar eru að þeir telja að almennt álit á fjárhættuspilum sé frekar neikvætt sem hafi endurspeglast í almennri umræðu og í fjölmiðlum. Pókerspilarar eigi á hættu að verða spilafíklar, sérstaklega ef þeir spila aðallega á internetinu.

Accepted: 
  • May 3, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11350


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð LOK.pdf1.21 MBOpenHeildartextiPDFView/Open