is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11361

Titill: 
  • Rof og umskipti: samskipti Tahítíbúa og Evrópumanna og áhrif á húðflúrsmenningu svæðanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um samskipti Evrópumanna og Tahítíbúa undir lok 17. aldar og áhrifin sem þau samskipti höfðu á húðflúrsmenningu beggja samfélaga. Reynt verður að skoða þessi samskipti út frá sjónarhóli beggja aðila og lýsa afleiðingum þeirra. Húðflúr þjónuðu veigamiklu hlutverki í samfélagi Tahítíbúa og voru samofin trú þeirra og heimsmynd. Koma kristinna trúboða undir lok 17. aldar og bann þeirra við húðflúri leiddi til þess að húðflúr hurfu úr samfélagi heimamanna. Endurvakning á fornum húðflúrsiðum Tahítíbúa hófst á seinni hluta 8. áratugarins og varð til þess að húðflúr urðu aftur áberandi í samfélagi þeirra. Þau þjóna þó ekki sama mikilvæga, félagslega hlutverkinu og áður og eru mjög mótuð af ferðamannaiðnaðinum. Húðflúrsiðkun í Evrópu rekur sögu sína aftur um 5.000 ár, en hvarf nánast á 11. öld. Segja má að ákveðin enduruppgötvun hafi átt sér stað við komu leiðangurs James Cook til Tahítí og húðflúr hafi borist til Evrópu vegna náinna samskipta og þátttöku skipverja í þessari framandi list. Þrátt fyrir mismunandi hlutverk og sögu húðflúra í menningu þessara hópa, þá eru húðflúr í Evrópu og Tahítí áþekk í dag, sem hluti af alþjóðlegri húðflúrsmenningu, og gegna hlutverki skrauts og tjáningarforms á líkömum fólks.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. ritgerð - Eggert Orri Hermannsson - rof og umskipti.pdf533.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna