is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11366

Titill: 
  • Náttúrulegt atvinnuleysi á Íslandi. Mat á þróun 1984-2010
  • Titill er á ensku Natural rate of unemployment. Estimation 1984-2010
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Atvinnuleysi er löngum þekkt fyrirbæri og er staðreynd í öllum hagkerfum heimsins því þrátt fyrir að hagkerfi sé vel statt þá er ávallt eitthvert atvinnuleysi til staðar. Atvinnuleysi hefur í gegnum tíðina mikið verið rannsakað en það var ekki fyrr en árið 1968 sem hugtakið um náttúrulegt atvinnuleysi kom fram. Náttúrulegt atvinnuleysi hefur meðal annars verið skilgreint sem það stig atvinnuleysis þegar verðbólguvæntingar jafngilda raunverulegri verðbólgu sem og þegar framleiðsla er í langtímajafnvægi.
    Frá því að hugtakið um náttúrulegt atvinnuleysi kom fram hefur það, sem og áhrifaþættir þess, mikið verið rannsakað erlendis. Hinsvegar hefur verið skortur á rannsóknum á náttúrulegu atvinnuleysi hérlendis. Markmið þessarar rannsóknar er að bæta úr þessum skorti með mati á náttúrulegu atvinnuleysi frá 1984 til 2010. Notast er við aðferð Elmeskov og metið með endurkvæmri aðferð minnstu kvaðrata. Vegna tregbreytanleika launa niður á við er náttúrulegt atvinnuleysi væntanlega ofmetið í niðursveiflum hagkerfisins. Þar af leiðandi er einnig metinn þröskuldur atvinnuleysis, þ.e. hversu lágt atvinnuleysi getur í raun farið án þess að verðbólgan fari á flug.
    Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar hefur náttúrulegt atvinnuleysi á Íslandi, frá 1984 til 2010, lengst af verið 2-3% að undanskyldum þeim árum þar sem hagkerfið hefur verið í niðursveiflu en þar er væntanlega um ofmat að ræða. Þröskuldur atvinnuleysis er svo samkvæmt mati 2,13% en náttúrlegt atvinnuleysi ætti ekki að vera mjög fjarri þeirri stærð.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náttúrulegt_atvinnuleysi_ElísaHrund.pdf914.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna