en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11367

Title: 
 • Title is in Icelandic Rekstur hitaveitna á Íslandi. Arðsemi og náttúruleg einokun
Submitted: 
 • February 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Um miðbik og síðari hluta 20. aldar var mikil uppbygging hitaveitna víða um land en með tilkomu þeirra bötnuðu lífsskilyrði og þörf fyrir innflutta orkugjafa minnkaði. Hitaveitur og önnur veitufyrirtæki njóta ákveðinnar sérstöðu þar sem rekstur langflestra stærri veitna hefur frá upphafi verið í eigu sveitafélaganna eða stofnana þeirra.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða rekstur hitaveitna með því að kanna arðsemi fyrirtækjanna frá árinu 1973 til 2010. Ennfremur að skoða rekstur veitufyrirtækja út frá hagfræðikenningum um náttúrulega einkasölu sem þýðir að ódýrara er að láta eitt fyrirtæki þjóna tilteknu svæði eða markaði. Opinbert eignarhald hefur gefið sveitastjórnarmönnum og öðrum áhrifamönnum hvata til þess að hafa verðið of lágt á kostnað arðsemi fyrirtækjanna. Þar hefur því verið haldið fram að litlu skipti hvort arðurinn sé tekin út í formi arðgreiðslna eða lægra verðs en hér verður sýnt fram á að þetta sé ekki eins einfalt og ætla mætti í fyrstu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að arðsemi veitufyrirtækja síðustu þrjá áratugi hefur verið mjög mismunandi á milli fyrirtækja eða allt frá því að vera 2% og upp í rúm 10%. Það sem vekur athygli er að minni veitufyrirtæki hafa oft haft meiri arðsemi og lægra verð auk þess að vera með hærri veltuhraða eigna.

Accepted: 
 • May 4, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11367


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
REKSTUR HITAVEITNA Á ÍSLANDI Lokaskjal.pdf2.17 MBOpenHeildartextiPDFView/Open