is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11370

Titill: 
  • Þróun náms- og starfsferils þátttakenda í Grunnmenntaskólanum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvað verður um þá einstaklinga sem ljúka námi í Grunnmenntaskólanum. Skoðað verður hvort námið hafi haft áhrif á þróun náms- og starfsferils þátttakenda, hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd þeirra og hvernig náms- og starfsráðgjöfin skilar sér til þátttakenda. Rannsóknin byggir á spurningalista sem var lagður fyrir 427 þátttakendur sem lokið hafa Grunnmenntaskólanum á árunum 2003-2010. Niðurstöður benda til þess að þátttaka í Grunnmenntaskóla hafi verið hvatning til áframhaldandi náms. Rúmlega helmingur þátttakenda hefur farið í nám eftir þátttöku í Grunnmenntaskólanum. Einnig sýna niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem er án atvinnu fyrir þátttöku í Grunnmenntaskólanum hafi minnkað eftir að þeir luku náminu. Langflestir þátttakendur telja auk þess að námið hafi eflt þeirra sjálfstraust, þeir séu færari um að vega og meta möguleika sína til frekari færniuppbyggingar og öruggari með að skipuleggja starfsferil sinn eftir námið. Þátttakendur eru jafnframt ánægðir með náms- og starfsráðgjöfina. Í heildina eru þátttakendur mjög ánægðir með Grunnmenntaskólann. Þær niðurstöður eru vissulega hvatning fyrir þá sem starfa á vettvangi fullorðinsfræðslunnar að námstilboðið hafi hagnýtt gildi fyrir þátttakendur og síðast en ekki síst sé hvetjandi fyrir þá sem stutta skólagöngu hafa að baki og vilja hefja nám að nýju.

  • Útdráttur er á ensku

    The major aim of this study is to evaluate the educational and vocational progression of adult students that completed the continuing education program called Grunnmenntaskólinn. Grunnmenntaskólinn is a program specifically designed for adults that have not finished any formal education after compulsory schooling. A questionnaire focusing on the employment status, further education, self-evaluations and experiences in the program and with the career counselling was designed. The questionaire was administered to 427 participants who attended and completed in Grunnmenntaskólinn through the years 2003-2010. Results indicate that participation in Grunnmenntaskólinn has been an encouragement for further studies. Over half of the adult learners had continued studying. Additionally results indicate that fewer were unemployed after finishing the program than in the start. The program seems to have increased the adults´awareness of their competencies. Their career management efficacy beliefs seem to have increased. Finally, the adult students were generally satisfied with the career interventions offered and feel the experiences have benefited their career development. The results have implication for lifelong education centres and policy makers who want to design educational programs for adult learners.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eydís Katla (3).pdf747.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna