en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11372

Title: 
  • is Annars flokks menn. Hvers vegna er félagsleg staða konunnar skörinni lægri en karla í vestrænum nútíma samfélögum?
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Í ritgerðinni er leitast við að svara hvers vegna konur séu annars flokks í nútíma vestrænum samfélögum. Litið er til framgöngu femínista og afköstum í þágu jafnréttis. Sú ríkjandi hugmynd um að jafnrétti hafi þegar verið náð gerir það að verkum að samfélagið blindast gagnvart þeirri kúgun sem á sér stað með ríkjandi viðhorfum í garð kvenna. Fjölmiðlar, auglýsingar og fyrirtæki vinna ötullega saman að því að viðhalda brotinni sjálfsmynd kvenna í þágu hins kapitalíska samfélags sem einkennir vestræn ríki. Konum er þannig haldið niðri og þær afvegaleiddar á þeim forsendum að þær geti keypt sér félagslegt samþykki í formi krema, sílikonpúða eða líkamsræktarprógramma, sem hönnuð eru með það að leiðarljósi að ýta enn frekar undir útlitsþráhyggjuna fremur en að lækna hana. Kúgun konunnar er því viðhaldið í formi blekkingar, þar sem henni er talin trú um að hún hafi einhverskonar val, en hún er í rauninni aðeins mikilvægur partur af viðhaldi neysluhyggjunnar.

Accepted: 
  • May 4, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11372


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð- fullbúin.pdf403.52 kBOpenHeildartextiPDFView/Open