is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11373

Titill: 
  • Áfengisneysla knattspyrnumanna í efstu deild karla á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni var áfengisneysla leikmanna í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi rannsökuð. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru opin viðtöl við sex leikmenn sem léku í efstu deild karla hér á landi 2011. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn inn í drykkjumenningu leikmanna á þessu styrkleikastigi. Í ritgerðinni var rætt um áhrif og skaðsemi áfengis. Litið var til fyrri rannsókna sem gerðar hafa verið á tengslum milli áfengisneyslu og íþróttaiðkunar unglinga. Þær rannsóknir leiddu allar í ljós að íþróttaiðkun er góð forvörn fyrir unglinga þar sem minni líkur eru á að unglingar leiðist út í áfengisneyslu stundi þeir íþróttir reglulega. Einnig var rætt um skort á rannsóknum á áfengisneyslu fullorðinna íþróttamanna á efsta stigi og í framhaldi af því farið yfir í niðurstöður rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að áfengisneysla er almenn meðal leikmanna, sama hvort um er að ræða yfir sumartímann á meðan keppnistímabilið stendur yfir eða yfir vetrartímann þegar Íslandsmótið stendur ekki yfir. Engu að síður er minna um áfengisneyslu yfir sumartímann og flestir leikmenn skynsamir í sinni áfengisneyslu og fáir leikmenn sem neyta áfengis í miklu magni nokkrum dögum fyrir leik.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áfengisneysla knattspyrnumanna í efstu deild karla á Íslandi.pdf286.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna