is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11376

Titill: 
  • Froða daganna. Þýðing á bók Boris Vian, L'Écume des jours
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta skiptist í tvo hluta. Stærri hlutinn er þýðing á skáldsögunni L‘Écume des jours eftir Boris Vian, en á undan henni kemur umfjöllun um höfundinn, verkið og þýðingarferlið. Skáldsagan L‘Écume des jours, sem fékk heitið Froða daganna í íslensku þýðingunni, er þekktasta ritverk Boris Vian. Hún kom út í París árið 1947 við takmarkaða hrifningu, en fann sinn lesendahóp eftir að höfundurinn féll frá og hefur verið ein af vinsælustu vasabrotsbókum Frakklands undanfarna áratugi. Verk Vians hafa ekki áður verið þýdd á íslensku og er kominn tími til að bæta úr því.
    Í ritgerðinni eru verkið og þýðingin einkum skoðuð út frá tveimur spurningum. Sú fyrri snýr að aðlögun að markmáli eða framandgervingu: Á þýddur texti að hljóma eins og hann hafi verið hugsaður og skrifaður á markmálinu eða er nauðsynlegt að halda í einhver framandi einkenni hans til þess að koma stíl höfundar og inntaki verksins til skila? Seinni spurningin fjallar um merkingarauka og menningarlegar tilvísanir. Hvernig kemur þýðandi aukamerkingum í textanum, eða vísunum út fyrir hann, til skila til lesenda í öðru samfélagi mörgum áratugum eftir að verkið kom fyrst út?
    Í ritgerðinni er jafnframt fjallað um stíllinn í verkinu, en mikilvægasta nýsköpunin í bókinni tengist tungumálinu sjálfu; Vian býr til ný orð, snýr út úr merkingu orða, setur þau stundum þar sem þau eiga ekki við og leikur sér með hlutverk þeirra, hljóðan og samsetningu. Þetta skapar þýðandanum bæði erfið og spennandi verkefni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trausti_Juliusson_MA_verkefni.pdf1.36 MBLokaður til...10.06.2132HeildartextiPDF