is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11377

Titill: 
  • Hvað mótar viðhorf til aðildar Íslands að Evrópusambandinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu lokaverkefni er að kanna hvaða þættir hafa áhrif á viðhorf almennings til aðildar Íslands að ESB. Miðað við viðhorfskannanir sem gerðar hafa verið á síðastliðnu ári hefur viðhorf almennings breyst til muna. Rannsóknarspurningin er hvaða þættir móta viðhorf almennings til aðildar Íslands að ESB.
    Gerð verður grein fyrir því hvað mótar viðhorf fólks og fjallað um rannsóknir í félagssálfræði í því skyni. Þá verður gerð grein fyrir rannsóknum um hvaða þættir það eru sem móta viðhorf Íslendinga til Evrópusambandins. Fyrsta tilgáta rannsóknarinnar var að sjávarútvegsmál hefðu áhrif á viðhorf og sýndu niðurstöður að sú tilgáta var studd. Önnur tilgátan var að landbúnaðarmál hefðu áhrif á viðhorf og var hún einnig studd. Þriðja tilgátan var að sjálfstæði Íslands hefði áhrif á viðhorf til aðildar og var sú tilgáta studd. Jafnréttismál hafa áhrif á viðhorf. Fjórða tilgátan var að evran hefði áhrif á viðhorf en sú tilgáta var ekki studd í þessari rannsókn. Fimmta tilgátan var að vextir og verðlag hafa áhrif á viðhorf og var sú tilgáta studd. Að auki var kannað hvort umfjöllun fjölmiðla og skoðanakannanir hefðu áhrif á viðhorf og sýndu niðurstöður að svo væri. Einnig vað kannað hvort vitneskja/ vanþekking um viðfangsefnið hefur áhrif á viðhorf, en munur var á þeim sem töldu sig upplýsta um ESB og þeim sem voru illa upplýstir.
    Send var út spurningalistakönnun á nemendur við Háskóla Íslands. Úrvinnsla gagnanna var gerð í tölfræðiforritinu SPSS og excel.
    Hagnýtt gildi verkefnisins er að fá upplýsingar um það hvaða þættir hafa áhrif á viðhorf og hvort munur sé á aldurshópum og menntun. Það er einnig áhugavert að sjá hvort tengsl séu á milli þekkingar á ESB og viðhorfa til aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ranns%F3knar%E1%E6tlun og fr%E6%F0ilegi hlutinn (1).pdf1.94 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Oll%FD Bs ritger%F0 k%E1pa.pdf1.86 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna