is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11380

Titill: 
  • ...það er ekkert sjálfgefið að þetta sé tækifæri. Eigindleg rannsókn á upplifun samkynhneigðra karla á atvinnuleysi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að greina helstu afleiðingar atvinnumissis, sem birtast í
    sálrænum, félagslegum, fjárhagslegum og heilsufarslegum áhrifum á þá sem verða fyrir slíku áfalli. Í umfjöllun og rannsóknum á málefninu hefur komið í ljós að nokkur kynjamunur er á því hvaða afleiðingar atvinnuleysi hefur og hafa þær niðurstöður einna helst verið settar í
    samhengi við kynjafræðilegar kenningar um karlmennskuhugmyndir um fyrirvinnuhlutverkið.
    Sú orðræða hefur þóeinkum hverfst um forréttindahóp hvítra gagnkynhneigðra
    millistéttarkarlmanna. Því var ráðist í eigindlega rannsókn á reynslu og upplifun samkynhneigðra karla, sem ekki falla undir hefðbundnar kyngervishugmyndir – og athugað hvort og hvernig þeirra reynsla er frábrugðin upplifun gagnkynhneigðra karlmanna. Niðurstöður viðtala við fimm samkynhneigða karlmenn voru síðan kóðaðar með það í huga að greina sameiginlegan þráð í reynslu þeirra – og niðurstöðurnar metnar út frá helstu fyrirliggjandi kenningum og rannsóknum um málefnið.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba ba.PDF559.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna