is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11381

Titill: 
 • Auglýsingaeftirtekt og viðskiptatryggð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvaða áhrif tryggð viðskiptavina hefur á auglýsingaeftirtekt. Einnig er skoðað hvað það er sem einkennir trygga viðskiptavini og hvort munur sé á tryggð eftir þeim fjórum vöru-/þjónustuflokkum sem sérstaklega eru skoðaðir í þessari rannsókn.
  Rannsóknin var megindleg þar sem spurningalisti var lagður fyrir 225 þátttakendur. Fyrirkomulag rannsóknarinnar var þannig að rannsakandi fékk leyfi til að koma inn í tíma í Háskóla Íslands, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi í ýmsum deildum. Ekki var möguleiki að taka of stóra hópa í einu þar sem rannsakandi þurfti að hafa góða yfirsýn yfir hópinn. Rannsóknin sem var blind tilraun að hluta fór þannig fram að rannsakandi kynnti verkefnið sem rannsókn á ímynd fyrirtækja, í kjölfarið voru sýndar 11 prentauglýsingar á skjá þar sem hver auglýsing birtist í 5 sekúndur. Þegar sýningu auglýsinga var lokið voru þátttakendur beðnir um að svara spurningalistanum. Skýr fyrirmæli voru gefin um að ekki væri leyfilegt að fletta til baka og breyta svörum.
  Spurningalistinn var tvískiptur, fyrri hlutinn mældi auglýsingaeftirtekt og seinni hlutinn tryggð viðskiptavina á fjórum vörumerkjum sem öll höfðu birst í rannsókninni.
  Helstu niðurstöður voru þær að ekki reyndist vera marktækur munur á auglýsingaeftirtekt þátttakenda eftir tryggð, það er að segja þátttakendur virtust ekki muna frekar eftir auglýsingum frá því fyrirtæki sem þeir telja sig vera tryggir. Það kom í ljós að þeir þátttakendur sem hafa verið lengi í viðskiptum við fyrirtækið eru almennt tryggari heldur en þeir sem hafa verið skemur í viðskiptum. Einnig reyndist reyndust eldri þátttakendur telja sig vera tryggari viðskiptavini síns fyrirtækis heldur en þeir sem yngri eru. Að lokum reyndust konur einnig vera almennt tryggari viðskiptavinir heldur en karlar.
  Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar dregur höfundur þá ályktun að það sem helst einkennir helst trygga viðskiptavini þessara vöruflokka sem sérstaklega voru kannaðir sé að konur, þeir sem eldri eru og þeir sem hafa verið lengur í viðskiptum virðast vera sem tryggastir. Fyrirtæki ættu því ef til vill að hlúa sérstaklega að þessum hópum til að viðhalda sínum tryggustu viðskiptavinum.

Samþykkt: 
 • 4.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig Tryggvadóttir-prenteintak.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna