is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11384

Titill: 
  • Öldrunarþjónusta og gæðaviðmið
  • Titill er á ensku Elderly service and quality standards
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru gæðaviðmið í öldrunarþjónustu, þörf fyrir þau og hvernig innleiðing þeirra tengist fræðilegri umfjöllun um málefni aldraðra. Markmið ritgerðarinnar er að leita svara við rannsóknarspurningum sem snúa að skilgreiningum á gæðum og gæðaviðmiðum: Hvaða reglur gilda um setningu og beitingu þeirra? Hvernig hafa kenningar áhrif á þróun og skipulag öldrunarþjónustu og tengsl þeirra við innleiðingu gæðaviðmiða? Fjallað verður um mælitæki sem notuð eru við eftirlit í öldrunarþjónustu og gerð grein fyrir fyrirliggjandi tillögum að gæðaviðmiðum. Tilgangur ritgerðarinnar er auk þess að skoða hvort þörf sé á gæðaviðmiðum í öldrunarþjónustu og athuga hvernig innleiðing þeirra samræmist þróun í öldrunarfræðum og stefnumótun stjórnvalda.
    Efnið er nálgast á þann hátt að farið er yfir skilgreiningar og kenningar sem varða hugmyndafræði gæðaviðmiðanna. Gagnaöflun fólst í að skoða ýmiss konar fyrirliggjandi gögn sem skipta máli fyrir gæði í öldrunarþjónustu, svo sem lög, reglugerðir, skýrslur, stefnuyfirlýsingar, rannsóknir og aðra fræðilega umfjöllun. Áherslur þessara gagna eru bornar saman við áherslur í tillögum að gæðaviðmiðum sem unnin hafa verið fyrir velferðarráðuneytið. Niðurstaðan er að fyrirliggjandi tillögur séu í samræmi við almenna þróun í öldrunarþjónustu og byggi á traustum grunni kenninga í öldrunarfræðum. Nánari útfærsla er þó æskileg og hugmyndir að breytingum eru settar fram. Nauðsynlegt er að innleiða gæðaviðmið í smáum skrefum og gera ráð fyrir breytingum á innihaldi, áherslum og framkvæmd sem hluta af innleiðingarferlinu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öldrunarþjónusta og gæðaviðmið.pdf660.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna