en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11385

Title: 
  • Title is in Icelandic Í greipum stórfugla. Söguleg greining á Pálssögu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Skáldverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann komu út í þremur bindum á árunum 1955–1983. Í þessum þríleik er lífi og umhverfi Páls á fimmta áratug liðinnar aldar lýst, áratug sem er um margt mikilvægur í Íslandssögunni. Mikil stjórnmálabarátta átti sér stað á þessum tíma milli vinstri- og hægrimanna, stórstyrjöld geisaði í Evrópu, Ísland var hernumið af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum, lýðveldi var stofnað á Þingvöllum og stefna Íslands næstu áratugi í utanríkismálum var mörkuð. Fyrsta bindi þríleiksins, Gangvirkið (1955), tekur fyrir fyrstu mánuði ársins 1940. Í öðru bindi, Seið og hélogum (1977), eru sjálf stríðsárin á Íslandi sögusviðið. Síðasta bindið, Drekar og smáfuglar (1983), lýsir eftirstríðsárunum fram til ársins 1951, árum sem einkenndust af deilum um hvernig samskiptum Íslands við aðrar þjóðir skyldi háttað.
    Í bókmenntaumfjöllun hingað til hafa þessar bækur fyrst og fremst verið skoðaðar út frá atburðatíma þeirra. Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir atburðatímanum en þá verða bækurnar einnig skoðaðar út frá stærra samhengi og því velt upp hvort atburðir og umhverfi á ritunartíma hafi ekki haft meiri áhrif á efnistök Ólafs Jóhanns en gengið hefur verið út frá hingað til. Langur tími leið á milli Gangvirkisins og seinni bindanna tveggja. Það er athugunarvert að velta fyrir sér ástæðum þess að höfundurinn tók sig til og sendi frá sér framhald þessarar bókar svo mörgum árum eftir útgáfu hennar. Trúlega hafa flestir verið orðnir úrkula vonar um að framhald yrði á þessari sögu þegar Seiður og hélog kom út, 22 árum á eftir Gangvirkinu. Sá bakgrunnur og umhverfi sem bækurnar verða til í verður skoðaður hér og athugað hvort ástandið í heims- og innanlandsmálum hafi ekki haft áhrif á hvernig fortíðin, fimmti áratugurinn, er birtur í verkunum. Við þessa skoðun verður aðferðum nýsöguhyggjunnar beitt en jafnframt verður gerð grein fyrir þeirri aðferðafræði í stuttu máli.

Accepted: 
  • May 4, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11385


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
baritghth.pdf312.43 kBLocked Until...2112/05/10HeildartextiPDF

Note: is Stafrænt eintak ritgerðar lokað til 10. maí 2112. Afritun ritgerðarinnar er óheimil nema með leyfi höfundar.