Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11388
Um aldamótin 1900 hófust skipulegar kynbætur á íslensku sauðfé sem hafði um hundruðir ára þurft að búa við kröpp kjör í harðbýlu landi. Grundvöllur kynbóta var ráðning búfjárræktarráðunauta sem leiðbeindu bændum ræktunarstarfinu. Fyrstu ráðunautarnir héldu á lofti kenningum um erfðir áunninna eiginleika. Þær kenningar viku svo fyrir erfðafræði Mendels, sem seinni tíma ráðunautar kynntu til sögunnar. Hvað sem leið mismunandi skoðunum á erfðafræði voru allir sammála um að ef einhver árangur ætti að nást í ræktunarstarfi þyrfti að huga betur að umhirðu og fóðrun fjárins, sem og að halda ættbækur. Á 18. og 19. öld voru flutt inn erlend sauðfjárkyn til kynbóta en þær tilraunir skiluðu engu nema sauðfjárpestum og fjárfelli. Þó svo að árangur væri að nást í ræktun á íslensku sauðkindinni snemma á 20. öld, þá var afráðið að flytja inn erlend sauðfjárkyn til sláturfjárbóta, og það þrátt fyrir afleita reynslu af fyrri innflutningi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð-lokaútgáfa.pdf | 487.55 kB | Lokaður til...18.02.2130 | Meginmál | ||
Forsíða BA ritgerð.pdf | 102.88 kB | Lokaður til...18.02.2130 | Forsíða |