is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1139

Titill: 
 • Tvítyngd leikskólabörn : aðstæður þeirra í leikskólum á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri 2002. Tilgangurinn er að kanna aðstæður tvítyngdra barna í leikskólum á Akureyri.
  Í verkefninu er byrjað á að skilgreina helstu hugtök sem tengjast tvítyngi. Því næst er fjallað um máltöku tvítyngdra barna, tvítyngikennslu í leikskólum, fjölskylduaðstæður tvítyngdra og félagslega þætti tvítyngis.
  Til þess að fá innsýn í stöðu tvítyngdra leikskólabarna eru lagalegar forsendur fyrir tvítyngikennslu skoðaðar auk þess sem kannað er hvernig stefnumótun í þessum málum er háttað í Reykjavík og nágrannalöndunum.
  Í seinni hluta verkefnisins er fjallað um tvær rannsóknir sem gerðar voru í leikskólum á Akureyri fyrri hluta ársins 2002. Önnur rannsóknin segir til um fjölda tvítyngdra barna í leikskólum Akureyrarbæjar og það starf sem þar er unnið í þeirra þágu. Í hinni rannsókninni er kafað dýpra og leitað eftir sjónarmiðum starfsmanna annars vegar og foreldra hins vegar á aðstæðum tvítyngdra barna í leikskólum.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að 4% barna í leikskólum á Akureyri eru tvítyngd eða fjöltyngd og eru tungumálin sem þau tala auk íslensku 15 talsins. Algengast var að börnin ættu erlenda móður og íslenskan föður. Í flestum leikskólunum er ekkert starf í gangi vegna tvítyngis barna og aðeins er unnið markvisst að þessum málum í einum leikskóla.
  Í viðtölum við foreldra koma fram mismunandi viðhorf til hlutverks leikskólans í uppeldi og menntun tvítyngdra barna auk þess sem væntingar foreldranna virðast mismiklar. Í máli leikskólakennaranna kemur fram að í leikskólunum er lögð ólík áhersla á þarfir þessara barna og starfið þar af leiðandi mismunandi.
  Mikilvægt er að vekja athygli starfsfólks leikskóla og yfirvalda á nauðsyn þess að marka stefnu í málefnum tvítyngdra barna til þess að réttur þessara barna sé virtur.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tvityngd.pdf590.28 kBLokaðurTvítyngd leikskólabörn - heildPDF
tvityngd-e.pdf297.42 kBOpinnTvítyngd leikskólabörn - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
tvityngd-h.pdf122.81 kBOpinnTvítyngd leikskólabörn - heimildaskráPDFSkoða/Opna
tvityngd-u.pdf69.27 kBOpinnTvítyngd leikskólabörn - útdrátturPDFSkoða/Opna