is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11396

Titill: 
  • Að komast sem næst sannleikanum. Framkvæmd tylftareiðs í galdramálum á Íslandi árabilið 1629 - 1702
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er framkvæmd tylftareiðs og eiðfall í galdramálum á Íslandi árabilið 1629 – 1702. Í galdramálum 17. aldar var lögð rík áhersla á að knýja fram játningu en eðli málanna var auðvitað slíkt að erfitt var að sanna sök. Ef hinn sakaði játaði var málið einfalt og hann endaði á bálinu. Ef játning fékkst ekki bar hinum sakaða að hreinsa sig með tylftareiði. Eiðurinn skyldi svarinn við guðs orð og í réttarfari 17. aldar þýddi eiðfall sekt sakbornings. Ef hann náði hins vegar fram eiðnum var hann laus allra mála.
    Á tímabilinu 1629 – 1702 eru skráð alls þrjátíu og átta tilfelli í íslenskum galdramálum þar sem sakborningunum var dæmdur tylftareiður. Þar af varð eiðfall í tuttugu og fimm málum. Níu sakborningar sem féllu á tylftareiði voru dæmdir til dauða og átta þeirra enduðu ævi sína á bálinu.
    Lítið hefur verið fjallað um framkvæmd tylftareiðs af fræðimönnum og fátt er vitað um hvernig þeir fóru fram. Fræðimenn hafa til dæmis ekki verið á einu máli um það hvernig eiðarnir voru skipaðir.
    Margt er ennþá óljóst hvað tylftareiða varðar og framkvæmd þeirra og varla hægt að útskýra þetta fyrirbrigði til fulls en skortur á heimildum stendur þar helst í veginum. Með því að rannsaka málsskjöl og aðrar þær heimildir sem fyrirfinnast um viðfangsefnið er ætlunin að reyna að varpa frekara ljósi á notkun tylftareiðs og á eiðfall í íslenskum galdramálum.
    Leitað er svara varðandi ýmis atriði í framkvæmd tylftareiðs og jafnframt hvort áherslumunur hafi verið á málatilbúnaði í þeim málum þar sem eiðfallnir sakborningar voru dæmdir til dauða miðað við þau mál þar sem þeir sluppu lífs. Einnig hvort geðþótti lögmanna hafi oftar ráðið meira um úrskurð í galdramálum en sett lög eða réttarvitund.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frimann_Benediktsson_BA_ritgerð.pdf773.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna