is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1140

Titill: 
 • Sjálfsagi : á hvern hátt geta leikskólakennarar stuðlað að auknum sjálfsaga barna?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Það sem oft brennur á ungum kennurum er að vita hvernig hægt sé að viðhalda aga. Agi er eitthvað sem allir þurfa einhvern tímann að fást við. Hvort sem það snýr að uppeldi barna eða að sjálfsaga í daglegu lífi.
  Sjálfsagi er leið til að ná stjórn á innri hvötum og löngunum. Leiðin til að velja rétt og gera rétt. Markmiðið með sjálfsaga er að öðlast betri sjálfsmynd, að hafa trú á sjálfum sér og beri ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig felst ákveðinn drifkraftur í sjálfsaga sem hvetur okkur áfram.
  Segja má að í öllu uppeldi felst agi. Talað er um „jákvæðan“ og „neikvæðan“ aga. Með því er átt við að allt uppeldi getur ýmist haft uppbyggileg eða heftandi áhrif á sjálfsmynd barnsins. Í þessari ritgerð kanna ég ýmsar uppeldisaðferðir og geri greinamun á því að hvorum flokknum þær falla betur.
  Rauði þráðurinn er kennsla í tilfinningahæfni, hæfnin til að gera sér grein fyrir eigin tilfinningum og annarra. Bera virðingu fyrir þeim og hafa stjórn á þeim. Mannssálin er þrungin tilfinningum og þær hafa áhrif á allt sem við gerum, hvernig við bregðumst við öðrum og hvernig samskipti við eigum við aðra. Það er því mikilvægt að kennsla í tilfinningum hefjist snemma á lífsleiðinni.
  Samræðuhópar eru góður grunnur fyrir kennslu í tilfinningum. Þar læra börnin að bera virðingu hvert fyrir öðru, heyra hugmyndir annarra og læra að mynda sér eigin skoðanir.
  Ég er sannfærð um það að leikskólar sem tileinka sér þær hugmyndir sem fela í sér að bæði starfsfólk og börn séu ávalt vakandi yfir eigin gjörðum koma til með að sjá árangur.

Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjalfsagi.pdf390.74 kBOpinnSjálfsagi - heildPDFSkoða/Opna