is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11400

Titill: 
  • Jákvæðar skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmála Evópu, með áherslu á 2. gr. MSE um réttinn til lífs
  • Titill er á ensku Positive obligations of States according to the European Convention of Human Rights
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með samþykkt Mannréttindasáttmála Evrópu tóku aðildarríki hans á sig þá skuldbindingu að tryggja hverjum þeim, sem innan yfirráðasvæðis þeirra dvelst, réttindi þau og frelsi sem skilgreind eru í sáttmálanum með því að haga löggjöf, stjórn og dómsýslu þannig að ákvæði hans séu virt.
    Ákvæði sáttmálans eru sett fram með þeim hætti að réttindin sem þau kveða á um beinast að ríkjunum sjálfum, sem bera þá skyldur, sem svara til réttindanna. Einstaklingar eiga tilkall til þeirra efnislegu réttinda sem sáttmálinn kveður á um en ríkin bera skyldu til að tryggja þeim þau réttindi. Í áliti nefndar til Alþingis sem skilaði frumvarpi til laga um lögfestingu Mannréttindasáttmálans, segir að þegar rætt sé um mannréttindi samkvæmt sáttmálanum sé í meginatriðum átt við réttindi einstaklinga til að haga lífi, skoðunum og athöfnum sínum að eigin vild án þess að eiga hættu á afskiptum eða íhlutun ríkisins. Þessi afmörkun sé í samræmi við viðtekinn skilning á hugtakinu mannréttindi. Afmörkun nefndarinnar á hugtakinu mannréttindi er vissulega rétt og byggist á sögulegum grundvelli mannréttinda. Þegar helstu mannréttindaskrár sautjándu og átjándu aldar voru ritaðar var megintilgangur mannréttindaákvæða að vernda einstaklinganna frá afskiptum og íhlutun stjórnvalda. Í dag hafa mannréttindi, a.m.k. þau réttindi sem Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir, tekið á sig aðra mynd. Nú er ekki aðeins gerð krafa um að stjórnvöld haldi aftur að sér heldur grípi til ákveðinna aðgerða til að tryggja réttindi þau sem sáttmálinn hefur að geyma. Vissulega má með lestri sáttmálans sjá að gert var ráð fyrir því að stjórnvöld tryggðu ákveðin réttindi með ýmsum jákvæðum athöfnum en nú er svo komið að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt stöðugt meiri áherslu á hið jákvæða hlutverk aðildarríkjanna.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meginmál bfb.pdf427.25 kBLokaðurMeginmálPDF
FORSÍÐA.pdf93.63 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna