is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11401

Titill: 
 • „Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig“: Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þórður Sigtryggsson (1890 – 1965) skildi eftir sig drög að handriti þegar hann lést sjötíu og fimm ára að aldri. Þórður hafði unnið handritið, sem ber heitið Mennt er máttur: Tilraunir með dramb og hroka, með hjálp rithöfundarins og góðvinar síns Elíasar Mar sem fullvann það svo að Þórði látnum. Fyrsti kafli ritgerðarinnar gerir grein fyrir æviskeiði Þórðar og baksögu handritsins: annars vegar til að afhjúpa þá goðsagnakenndu mynd sem bæði Þórður og handritið hafa verið sveipuð af heimildamönnum þeirra, og hins vegar til að búa undir haginn fyrir sértækari greiningu á nú nýútgefnu verkinu.
  Mennt er máttur er öðrum meginþræði pólitískt ádeilurit en Þórður deilir hart á íslenskt þjóðfélag og menningu og er það því háð ákveðnu menningarsögulegu samhengi. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er því fundin ástæða til að greina tímabilið með aðferðum félagsfræðinnar: annars vegar til að skilgreina rótgróna samfélagsgerð og afturhaldssama þjóðmenningu sem aldamótakynslóðin lifir og hrærist í og Þórður deilir hart á, og hins vegar til að skýra hvernig svið menningar og lista öðlast aukið sjálfræði undan áður samofnu valdi hefðgróinnar valdastéttar eftir því sem líða tekur á nútímavæðingu tuttugustu aldar hér á landi.
  Róttæk afstaða og gagnrýni Þórðar á íslenskt þjóðfélag og menningu færir hann sumpart á stall með eftirstríðs- og ´68 kynslóðinni. Til að gera þjóðfélagsádeilu Þórðar gagnrýnni skil er spennandi, og í raun aðkallandi, að færa Mennt er máttur í sértækar samræður við Guðberg Bergsson, einn róttækasta unga rithöfund sjöunda áratugarins, og brautryðjandaverk hans, Tómas Jónsson metsölubók. Um leið er viðtökusögu síðarnefnda verksins gerð skil með völdum dæmum til að sýna fram á breyttar valdaafstæður á sviði menningar og lista hér á landi fyrir tilstilli nútímavæðingar.
  Þórður sækir í og tileinkar sér evrópska hefð bóhemíunnar til að byggja upp ákveðið táknkerfi lífsskoðunar og lífsmynsturs sem hann fylgir. Til að færa Þórð í enn menningarsögulegra samhengi verður reykvískri bóhemíu sem Þórður tilheyrði og hjálpaði til við að móta gerð skil í fjórða og síðasta kafla ritgerðarinnar. Þórður verður enn fremur færður í sértækari samræður við heimspeki Friedrichs Nietzsche en hann virðist sækja markvisst í hugmyndir þýska heimspekingsins til að réttlæta eigið viðhorf til lífs og listar, fegurðar og siðferðis.

Samþykkt: 
 • 4.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svavar Steinarr Guðmundsson - MA ritgerð - heildartexti.pdf676.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna