is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1141

Titill: 
 • Samstarf heimilis og leikskóla : hlutverk foreldra í þróunarstarfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed.gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í verkefninu fjöllum við um þróunarverkefni og hvernig samstarf leikskólakennara við foreldra er almennt háttað.
  Til að skoða þátt foreldra betur í þróunarverkefnum fjöllum við um þróunarverkefnið Lífsleikni í leikskóla sem hófst í þremur leikskólum á Akureyri haustið 2001. Það fjallar um hvernig hægt er að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna í þeim tilgangi að verða bæði fróð og góð. Verkefnið byggir á rannsóknum og kenningum sem gerðar hafa verið um siðferðis- og tilfinningaþroska barna og má þar nefna City Montessori School, Loris Malaguzzi, Howard Gardner, William Damon og Daniel Goleman.
  Til að rannsaka hvernig foreldrar koma að þessu verkefni tókum við viðtöl við verkefnisstjórana en þeir eru þrír, einn í hverjum leikskóla. Einnig lögðum við spurningalista fyrir foreldra barna fæddra 1998 í þessum þrem leikskólum.
  Niðurstöður sýndu meðal annars að foreldrum finnst þetta verkefni vera mjög jákvætt og telja að það muni nýtast barni þeirra í framtíðinni. Verkefnisstjórarnir telja að verkefnið krefjist meiri eftirfylgni af hálfu foreldra en samkvæmt niðurstöðum virðist það ekki komast til skila til foreldranna.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samstarf.pdf905.6 kBLokaðurSamstarf heimilis og leikskóla - heildPDF
samstarf-e.pdf279.34 kBOpinnSamstarf heimilis og leikskóla - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
samstarf-h.pdf151.24 kBOpinnSamstarf heimilis og leikskóla - heimildaskráPDFSkoða/Opna
samstarf-u.pdf81.66 kBOpinnSamstarf heimilis og leikskóla - útdrátturPDFSkoða/Opna