Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11412
Farið er yfir sögu og tilurð lögmáls Okuns. Eldri rannsóknir eru skoðaðar og farið yfir gallana og hættur sem fylgja matinu á lögmálinu. Lögmálið er svo metið fyrir íslenskar aðstæður með þrenns konar aðferðum: mismunaaðferð, framleiðslubilsaðferð og dýnamískri aðferð. Tímabilið sem skoðað er er frá 1970-2011, annars vegar með árlegum gögnum og hins vegar með ársfjórðungslegum gögnum. Mat höfundar er það að lögmálið eigi illa við íslenskar aðstæður, sérstaklega á fyrri hluta tímabilsins þegar atvinnuleysi var mjög lágt á heimsvísu. Mælanlegt samband finnst en það er mjög mismunandi eftir aðferðum og tegund gagna. Þrátt fyrir lítinn áhrifamátt hagvaxtar sem skýristærðar virðast aðferðirnar allar sýna að aukning varð á Okun-stuðlinum á seinni hluta tímabilsins. Hér gæti kerfisbreyting á vinnumarkaði haft þau áhrif.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerd.pdf | 1.62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |