is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11414

Titill: 
  • Um sjúkrakostnað og annað fjártjón í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993: með áherslu á fjártjón foreldra sem leiðir af líkamstjóni barns
  • Titill er á ensku Medical costs and other expenses in Icelandic tort law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á því liggur enginn vafi, að þegar einstaklingur hefur orðið fyrir líkamstjóni (tjónþoli), kann það að hafa í för með sér fjárhagslegar afleiðingar fyrir hann. Samkvæmt 1. mgr. 1 gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 , getur tjónþoli meðal annars átt rétt til bóta vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns í kjölfar líkamstjóns. Eðli samfélaga og uppbygging er slík að enginn er eyland og öll tengjumst við að meira eða minna leyti. Jafnframt er eðli tjóns oft slíkt að tjónið kemur ekki eingöngu niður á einum aðila. Ef einhver verður fyrir tjóni má gera ráð fyrir að tjón fleiri aðila kunni að leiða af því. Það eru einkum þessir síðastnefndu aðilar sem ætlun höfundar er að fjalla um í ritgerð þessari. Nánar tiltekið verður höfuðáhersla lögð á að kanna fjártjón foreldra sem leiðir af líkamstjóni barns þeirra og skaðabætur sem foreldrar eiga rétt á. Ekki verður umfjöllunin afmörkuð við slysamál heldur getur líkamstjón barnsins hafa stafað af hvers konar tjónsatviki sem er, t.d. læknamistökum við fæðingu. Þegar barn verður fyrir líkamstjóni verða foreldrar barnsins oftar en ekki fyrir ýmiss konar fjárútlátum og tjóni. Tjónið getur t.d. falist í atvinnumissi vegna sífelldrar umönnunar barnsins og fjárútlátin falist í kaupum hjálpartækja í þágu barnsins. Unnt er að skilgreina tjón foreldra sem höfundur hyggst fjalla um á eftirfarandi hátt: Almennt fjártjón sem leiðir af líkamstjóni annarrar manneskju. Er því ekki í ritgerð þessari fjallað um þær aðstæður þegar foreldrar verða fyrir andlegu áfalli vegna slyss barns þeirra (d. chokskade), enda er þar um að ræða afleitt líkamstjón en ekki (afleitt) almennt fjártjón. Forðast verður einnig að fjalla um afleitt munatjón foreldra, enda er það efni í sérstaka ritgerð. Ein af þeim spurningum sem ritgerð þessi fæst við að svara er hversu langt verði gengið í að bæta foreldrum tjón sitt eða kostnað í þágu barns. Hversu langt er réttlætanlegt að ganga í skaðabótaréttarlegri vernd er ekki eingöngu lögfræðilegt álitamál, heldur einnig samfélagsleg togstreita á milli of- og vangreiðslu bóta. Tilgangur skaðabótareglna er ekki að hafa hinn bótaskylda að féþúfu og má því ekki ganga of langt í að veita skaðabætur fyrir ýmislegt afleitt tjón. Áður fyrr var ríkjandi sú skoðun að almannatryggingar og vátryggingar kæmu til með að taka við af skaðabótum utan samninga. Þrátt fyrir útbreiðslu kerfa almannatrygginga- og vátryggingaréttar hefur skaðabótarétti utan samninga ekki verið útrýmt og er því umfjöllunarefni ritgerðarinnar mikilvægt.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur Freyr-Meginmál.pdf757.95 kBLokaður til...01.05.2132MeginmálPDF
FORSÍÐA_hfa.pdf90.23 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna