Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11415
Við upphaf 20. aldar giltu afar fáar reglur um fjárfestavernd og starfsemi á verðbréfamörkuðum. Það var í Bandaríkjunum á 4. áratug 20. aldar sem fyrst var farið að gefa því gaum að líkur væru á því að trúverðuleiki markaðarins yrði meiri ef strangari leikreglur giltu sem mönnum bæri að fara eftir. Í þessari ritgerð er fjallað um útgáfu lýsingar í tengslum við almennt útboð verðbréfa, en um þess háttar útgáfu gilda reglur sem smátt og smátt hafa þróast í gegnum árin. Var ritgerðinni skipt upp í sjö aðskilda kafla, að meðtöldum inngangi.
Í öðrum kafla var farið yfir forsögu og tilgang þeirra reglna sem gilda um fjárfesta vernd og þróunar reglna á svið verðbréfamarkaðsréttar. Í þriðja kafla ritgerðarinnar var gerð grein fyrir hugtakinu fjármálagerningur, en hugtakið er eitt þeim af lykilhugtökum sem nauðsynlegt er að átta sig á þegar reglur um almenn útboð verðbréfa eru skoðaðar. Hvað er átt við með almennu útboði verðbréfa var rakið í fjórða kafla. Þar sem hugað var að því í hvaða tilvikum um almennt útboð er að ræða og kynntar voru reglur sem gilda um almenn útboð. Í fimmta kafla var vikið að töku fjármálagerninga til viðskipta. Gerður er greinarmunur annars vegar á skipulögðum verðbréfamarkaði og hins vegar á markaðstorgi fjármálagerninga, en ekki eru algjörlega sambærilegar reglur um þessa tvo markaði. Einnig var litið til hugtakanna opinber skráning verðbréfa og taka til viðskipta skoðað hver raunverulegur munur þeirra er. Í sjötta kafla var farið yfir útgáfu lýsingar í tengslum við almennt útboð verðbréfa, en útgáfa lýsingar er skilyrði til að þess háttar útboð geti farið fram. Í upphafi þess kafla var farið yfir helstu ákvæði lýsingartilskipunarinnar. Að því loknu var skoðað hvað átt er við með lýsingu og hvernig hún skuli vera úr garði gerð. Þá var skoðað hvert efnislegt innihald lýsingar skuli vera.
Sjöundi kafli sem er aðalkafli ritgerðarinnar og sá stærsti fjallar um ábyrgð vegna lýsinga. Að gerð lýsinga kemur fjöldi aðila og því var gert grein fyrir því hver ábyrgð hvers og eins þeirra er og á hvaða grundvelli ábyrgð þeirra hvílir. Í sjöunda kafla voru einnig sjónarmið varðandi orakatengsl og kannað hvort almennar reglur eigi við um ábyrgð vegna galla í lýsingum
Reykjavík 4. maí 2012
Þorkell Andrésson
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Forsíða.pdf | 37.53 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Þorkell Andrésson.pdf | 1 MB | Lokaður til...01.01.2027 | Heildartexti |