Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11417
Ritgerðin gildir til 30 eininga (ECTS) og er lokaverkefni til MA-gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Sigurjón B. Hafsteinsson dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á hina fjölmörgu fleti á starfi sýningarstjóra og sýningarhöfunda. Fræðimenn á sviði safnafræða hafa ritað um slíkt og stuðst er við kenningar þeirra. Jafnframt er ritgerðin byggð á viðtölum við nokkra sýningarstjóra/höfunda og er því heimild um störf íslenskra sýningarstjóra/höfunda á Þjóðminjasafninu en allir viðmælendur vinna eða hafa unnið þar. Sérstaklega er fjallað um gerð grunnsýningar Þjóðminjasafnsins en einnig hvernig sérsýningar eru undirbúnar með rannsóknum og jafnvel samstarfi við aðila utan safnsins. Þá er einnig fjallað um mismun á starfsháttum sýningarstjóra/höfunda á menningarminjasöfnum annars vegar og listasöfnum hins vegar.
Mikið hefur verið ritað um kröfu nýrrar safnafræði um söfn fyrir alla, sýningar sem fjalla um minnihlutahópa, þátttöku almennings í safnastarfi og minningar í tengslum við sýningar. Þá er gerð krafa um að söfn í samtímanum séu fjölnota rými með kaffistofu og verslun en einnig velta fræðimenn fyrir sér hvort byggingar safna kunna að hafa áhrif á störf sýningarstjóra/höfunda og líðan gesta á söfnum. Ég fjalla einnig um þessi atriði sem varpa ljósi á hve miklum breytingum hugmyndir um söfn og störf sýningarstjóra/höfunda hafa tekið á undanförnum áratugum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ólöf Breiðfjörð- Safnafræði.pdf | 1.12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |