is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11418

Titill: 
 • „að smíða af hugviti og ímindunarabli.“ Athugun á listævintýrum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni verður athugað hvað felst í hugtakinu listævintýri annars vegar og hins vegar hvort einhverjir lausamálstexta Jónasar Hallgrímssonar teljist til listævintýra.
  Fræðimenn hafa lengi fengist við bókmenntahugtökin ævintýri og listævintýri. Í upphafi var alltaf litið svo á að ævintýri, sem gengið hefðu í munnmælum, væru upprunalegri og sannari heldur en listævintýri. Eftir því sem rannsóknum á ævintýrum hefur fleygt fram hafa menn komist að því að ævintýri ganga inn og út af bókum. Það er að segja, mörg þeirra ævintýra sem talin voru hafa varðveist í munnlegri geymd í margar aldir áttu sér fyrirmynd á bók. Straparola, Basile og Perrault eru nöfn sem kunnug eru þeim sem rannsaka sögu (list)ævintýra. Þeir gáfu út ævintýrasöfn á 16., 17. og 18. öld sem innihéldu útgáfur af ævintýrunum sem Grimmsbræður gáfu út löngu síðar, ævintýrum sem bræðurnir sögðust hafa safnað meðal ómenntaðs almúgafólks.
  Þótt hefðbundin ævintýri hafi að einhverju leyti glatað stöðu sinni sem upprunaleg ævintýri gagnvart tilbúnum listævintýrum eru þau oft notuð til viðmiðunar þegar listævintýri eru skoðuð því mjög erfitt hefur reynst að skilgreina listævintýri og stafar það meðal annars af því hversu fjölbreytt þau eru. Í rómantíkinni var listævintýrið talið æðsta listformið þar sem það var afrakstur óhefts ímyndunarafls og sprengdi af sér alla fjötra auk þess sem það var oft notað til að koma þjóðfélagsgagnrýni á framfæri. Þetta leiddi til þess að mörg skáld spreyttu sig á listævintýraforminu en segja má að ævintýraskáldið danska, H.C. Andersen, sé eina skáldið sem enn sé þekkt fyrir ævintýri sín. Ævintýri hinna rykfalla flestum gleymd.
  Í níunda og síðasta árgangi Fjölnis birtust ævintýri og sögur eftir Jónas Hallgrímsson. Áhugavert er að skoða hvað einkennir ævintýri Jónasar og hvernig áhrif samtíma hans birtist í sögunum. Í ævintýrunum má sjá einkenni skáldlegs raunsæis og biedermeiermenningarinnar. Þessi einkenni birtast einnig í sumum ljóðum hans og má segja að þar ríki klassísk heiðríkja.
  Ævintýri Jónasar hafa engan veginn sömu stöðu og ættjarðarljóð hans sem flestir Íslendingar kannast við. Tel ég að það stafi af því að ævintýri hans höfðu ekkert hlutverk í sjálfstæðisbaráttunni. Jónasi entist ekki aldur til að þróa þau.

Samþykkt: 
 • 4.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listævintýri_vor2012.pdf1.68 MBLokaðurHeildartextiPDF