en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11419

Title: 
 • Title is in Icelandic Klofið land, klofið sjálf. Leonard Cohen og leitin að kanadískri bókmenntahefð
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerðin fjallar um höfundarverk Leonard Cohen, jafnt skáldsögur, ljóðabækur og hljómplötur, í samhengi við þann klofning í kanadískum bókmenntum sem fræðimenn telja að hafi einkennt þær allt frá seinni heimsstyrjöld.
  Í fyrri hlutanum er sjónum beint að uppvexti Cohen í Montreal, þar sem enskum og frönskum áhrifum, gyðingdómi og kaþólsku ægir saman. Sérstaklega verður skoðað samband hans við tvo menn, föðurinn sem kynnti hann fyrir enskum bókmenntum og hefðum, og móðurafann sem lagði áherslu á hinn gyðinglega uppruna þeirra. Á endanum vex Cohen þó upp úr þessum fyrirmyndum og finnur sér nýjar, bæði kennara sína við hinn virta McGill háskóla og hið löngu látna spænska skáld Federico Garcia Lorca.
  Á 7. áratugnum fer fyrst að kveða að Cohen í Kanada sem ljóðskáldi og rithöfundi. Verður hann hér settur í samhengi við aðra kanadíska höfunda og þá sérstaklega Robert Kroetsch sem á sama tíma var að hafna evrópskum fyrirmyndum og leitaðist við að finna hið sér-kanadíska í bókmenntunum. Báðir höfundar leggja mikla áherslu á klofninginn sem þeir telja að einkenni Kanada og birtist á ýmsan hátt í þjóðarsálinni.
  Undir lok áratugarins flytur Cohen til New York borgar og fer að semja lög sem öðlast miklar vinsældir. Hér stendur hann í skugga Bob Dylan og eiga þeir margt sameiginlegt, þó að ýmislegt greini þá að, og verður ekki hjá því komist að bera þessi tvö söngvaskáld saman. Eigi að síður virðist hann enn á margan hátt klofinn persónuleiki, og tekst á við þennan klofning allan 8. áratuginn. Í verkum hans má meðal annars sjá átök á milli friðarsinna og hermennsku, kvennamanns og einnar konu manns, gyðingdóms og kaþólskra áhrifa, ensku og frönsku og ekki síst á milli persónuleika Leonard Cohen og fjölmiðlapersónunnar „Leonard Cohen.“
  Á 9. áratugnum tekst honum að vissu leyti að vinna bug á þessum klofningi á plötunni Various Positions, og undir lok áratugarins stígur hann fram sem heildstæðari persóna og nýtur aukinna vinsælda. Klofningurinn hefur þó ekki með öllu horfið, og hann virðist fyrst sættast við sjálfan sig og hinar mörgu arfleifðir sínar á 10. áratugnum þegar hann gengur í búddatrúarklaustur á fjallinu Mt. Baldy í Kaliforníu. Þegar hann snýr þaðan aftur á fyrsta áratug 21. aldar hefst lokaþáttur ferils hans, hin langa kveðjustund, sem stendur enn.
  Á lokalagi nýjustu plötunnar birtist persónan „Leonard“ mælanda sem „a lazy bastard living in a suit.“ Ekki er hægt að átta sig á hver þessi „Leonard“ er nema skoða höfundarverkið í heild sinni, áhrifavaldana og ekki síst það umhverfi sem „Leonard“ þessi ólst upp í.

Accepted: 
 • May 4, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11419


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
CohenMAmailokaloka.pdf1.2 MBOpenHeildartextiPDFView/Open