Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1142
Í þessari ritgerð er fjallað um samræmd próf í 4. og 7.bekk með höfuðáherslu á leið¬sagnar¬gildi þeirra. Ritgerðin skiptist í fjóra kafla, fyrsti kafli er inngangur, annar kafli sem er fræðilegur hluti fjallar um námsmat, lög og reglugerðir, tilgang námsmats og námsmatsaðferðir. Því næst eru skoðuð lög og reglugerðir um samræmd próf, saga þeirra, eðli og yfirlýstur tilgangur. Að lokum er fjallað um einstaklingsþarfir, tekið er á einstaklings¬mun, í hverju hann liggur og áhrifaþætti, einnig er fjallað um hvernig við lærum og hvernig við tileinkum okkur nám á ólíkan máta. Í þriðja kafla er sagt frá rannsókn á því hvort og hvernig skólar nýta sér niðurstöður samræmdra prófa í fjórða og sjöunda bekk. Fjórði kafli inniheldur síðan umræður og ályktanir.
Rannsóknin var í formi hálfopins viðtals og var stuðst við spurningalista. Í ljósi rannsóknaspurninga er leitast við að varpa ljósi á afstöðu kennara til samræmdu próf¬anna, leiðsagnagildis þeirra og þess hvort niðurstöður þeirra hafi áhrif nám og kennslu. Rannsóknarspurningar mínar eru tvær:
- Hvernig nýta kennarar sér leiðsagnargildi samræmdra prófa í 4. og 7. bekk til að koma til móts við þarfir einstaklinganna?
- Í hverju er fólgin sú námsaðlögun sem nemendum stendur til boða á grundvelli niðurstaðna samræmdu prófanna?
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kennarar telja leiðsagnagildi sam¬ræmdu prófanna ekki vera neitt og enn síður að niðurstöður þeirra hafi haft áhrif á náms¬aðlögun fyrir nemendur. Kennarar voru allir á einu máli um það að niðurstöður samræmdu prófanna hefðu aldrei leitt í ljós eitthvað sem kennarar vissu ekki fyrir. Einnig kom fram gagnrýni þeirra á þann samanburð sem gerður er á milli skóla og töldu þeir fráleitt að meta frammistöðu skóla eftir gengi nemenda á prófi.
Heildarniðurstaðan var sú að þar sem leiðsagnargildi samræmdu prófanna er ekkert þá er fátt eða ekkert sem réttlætir tilvist þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
leidsogn.pdf | 520,94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |