is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11422

Titill: 
  • Goðsagnir, glansmyndir og sögulegur tilbúningur. Hugmyndir um menningararf og uppruni söguskoðunar Íslendinga.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um menningararf og söguvitund Íslendinga, með það að markmiði að sýna fram á tilurð þessara fyrirbæra. Í byrjun er fjallað um hina svokölluðu ,,menningararfsvæðingu“ sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Því næst er varpað ljósi á það hvernig þjóðinni var sköpuð glæst fortíð og sameiginlegt minni í ritum á borð við Íslenzkt þjóðerni Jóns Jónssonar Aðils og kennslubók Jónasar Jónssonar frá Hriflu í Íslandssögu. Einnig er hugmyndafræði þeirra Jóns og Jónasar reifuð, þar sem litið er til þeirra goðsagna og glansmynda sem þeir áttu þátt í að skapa af sögu og fortíð þjóðarinnar og er enn haldið á lofti í opinberri orðræðu. Einnig verður fjallað um það hvernig margir virðast líta svo á að menning þjóðarinnar og vitund hennar um söguna hafi lifað með henni frá örófi alda í óbreyttri mynd, þótt raunin sé önnur ef betur er að gáð. Því að þegar skyggnst er undir yfirborðið kemur í ljós að söguvitund Íslendinga varð í raun til á 20. öldinni, og sama má segja um hugmyndina um sérstakan menningararf. Bæði söguvitundin og menningararfurinn eru svo í raun háð duttlungum ráðandi afla innan samfélagsins, það er að segja þeirra sem sjá sér hag í því að stjórna hvers er minnst og hverju er leyft að falla í gleymsku. Að lokum er litið til endurskoðunar sögunnar og þess hvernig breytt viðhorf og nýjar rannsóknir fræðimanna virðast ekki skila sér út í samfélagið sem skyldi. Þannig er ákveðin minningarframleiðsla og sögulegur tilbúningur enn við lýði, sem kyndir undir og viðheldur hinni gömlu söguskoðun sem fram kom á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Þessi söguvitund er þó að mörgu leyti orðin úrelt, en hefur enn fylgi að fagna vegna þess að búið er að hreinsa hana af öllu því sem ekki telst vert að minnast, og eftir stendur aðeins þægileg vitund um söguna, þ.e. fortíð án mótsagna.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris barkardóttir.pdf439.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna